31.7.03
Það gerist ekki margt markvert í mínu lífi þessa dagana.
Mér var ofur illt í maganum í gærkvöldi og á tímabili gat ég ekki einu sinni teygt mig í fjarstýringuna og horfði því á einhverja leiðinlega mynd! Það gerist ekki mikið svartar en það.
Í dag bíður mín æfing dauðans og svo þarf ég að þvo restina af þvottinum og pakka niður í tösku fyrir ferðina. Ég hef sem sagt í nægu að snúast.
Mig langar svo svakalega að sjá Legally blonde 2, fannst fyrri myndin svo skemmtileg. Hefði viljað fara í bíó í kvöld en reikna ekki með að hafa tíma til þess. Gott að vera fluttur að heiman en vera að passa húsið svo að allt dótið er aftur komið á tvo staði - það að hafa dótið á tveimur stöðum er einmitt eitt það leiðinlegasta í heimi. Maður veit aldrei hvar dótið er og þvælist bara á milli.
Ég hlakka svo til að vera búin í vinnunni og fara heim. Voðalega ljúft að fá smá frí frá þessum béskotans síma. Verður fínt að vera símalaus í sumarbústað umlukin gróðri og með útsýni út á haf.
Yfirleitt þegar maður fer í sumarbústað er maður voðalega spenntur yfir því hvernig bústaðurinn líti og og hvar hann sé og svona. Núna veit ég hvar bústaðurinn er og ég hef komið inn í hann svo að spenningurinn er ekki þar en ég er hins vegar að fara að hitta frænda minn sem býr í Þýskalandi sem ég hitti ekki nógu oft og ég er soldið spennt.
Var ég búin að segja ykkur hvað ég hlakka mikið til að komast heim í heiðardalinn?
posted @ 16:16
+ + +
30.7.03
Það styttist óðfluga í að ég leggi af stað til Vopnafjarðar í sveitasæluna. Hlakka alveg ótrúlega til að komast aðeins út úr bænum. Efast samt um að Vopnafjörður teljist bara vera aðeins út úr bænum þar sem þangað eru tæplega 700 km! Hvíti kagginn minn mun fá ærið verkefni við að skjótast þangað. Það er ekkert sérlega skemmtilegt að sita í bíl í tæplega 8 tíma en þar sem Sveinbjörn hefur lengst komið til Mývatns verður sérlega spennandi að sýna honum allt og alla á leiðinni. Ég er líka sérlega skemmtilegur ferðafélagi því að ég samkjafta alla leiðina, vona að hann sjái þetta ekki svo að hann hætti ekki við...Sveinbjörn ef þú ert að leysa þetta þá lofa ég að þegja og lesa bara Harry Potter og ekki syngja með útvarpinu nema svakalega lágt og akkúrat í sömu tónhæð og ekki í keðjusöng. Ég verð sem sagt fyrirmynarferðafélagi. Systir mín kemur líka með okkur en ég reikna með að hún sofi alla leiðina. Við ætlum að leggja af stað á tíma sem er ókristilegur í hennar augum - fyrir hádegi sem sagt. Henni þykir sérlega leiðinlegt að keyra og því verður örugglega ekki erfitt að hafa ofan fyrir henni.
Ég er svo spennt. Miklu skemmtilegra að fara á svona fjölskyldumót en á einhverja fylleríssamkomu - ég held að ég sé ORÐIN gömul ekki bara að verða það. Ég á að vísu örugglega eftir að ganga í barndóm á ný þar sem litlu frændsystkini mín verða á staðnum og ég get því skrattast út um allt með þeim og sýnt þeim alla ,,góðu" staðina.
Ætla svo líka að draga þau í sveitina og skrattast út um allt þar. Guð, hvað ég ætla að gera mikið. Síðan þarf ég náttúrulega nauðsynlega að hitta alla og heimsækja alla þannig að ég verð að skipuleggja þessa 4 daga sérlega vel...
Ætla að byrja núna, læt heyra í mér síðar.
posted @ 15:54
+ + +
Ég flokkast seint undir að vera kvenkostur mikill þegar kemur að eldamennsku. Mér tókst að brenna tvo potta af hrísgrjónum í gær með minni einstöku snilli. Seinni var þó ætur þar sem ég brenndi þau ekkert svo mikið. Þetta reddaðist sem sagt allt og bragðaðist bara ágætlega þó að þetta hafi verið fyrsta tilraun mín til svona flókinnar eldamennsku. Veit ekki hvað gerist þegar ég reyni að elda fisk - jesús.
Við Sveinbjörn nýttum tækifærið og horfðum á mest alla dagskrá stöðvar 2 í gær. Við erum nefnilega ekki með stöð 2 í húsinu okkar og því er um að gera að nýta hvert tækifæri. Annars værum við að missa af geðveikt miklu...
Scare Tactics er einn mesti bullþáttur sem ég hef nokkurn tímann vitað um. Held að það sé fátt leiðinlegra en einmitt þessi þáttur. Ég held að þáttur um daglegt lílf mitt væri skemmtilegri en þessi vitleysa. Veit ekki hvernig mér datt í hug að horfa á þetta einu sinni, enda gafst ég fljótlega upp.
Ég horfði líka á The Shield í gær og hann var nú strax skárri. Hef aldrei horft á þessa þætti og fannst bara mikið til þeirra koma. Skrýtið að sjá þessa hlið á lögreglunni. Í gær gerði ein löggan það til dæmis með ,,dansara" inn í einu yfirheyrsluherberginu og notaði það síðar til að sleppa frá honum. Hún hótaði því að kæra hann fyrir kynferðislegt ofbeldi og sagði að sannanirnar væru vel geymdar inn í henni. Frekar góð!
posted @ 10:19
+ + +
29.7.03
Ég er að velta því fyrir mér hve mörg ár, árþúsund og aldir það taki Íslendinga að læra að hægfara bílar eiga að vera hægra megin á veginum. Í dag vita svona 10% allra af þessari reglu og færri en 10% nota þessu reglu. Þetta getur verið ótrúlega pirrandi þegar maður er að drífa sig á sunnudögum til dæmis. Þá er fólk oft á hinum alræmda sunnudagsbíltúr og keyrir ekki hraðar en 40. Ég lenti illa í þessu í gær þegar ég var að drífa mig heim úr húsinu mínu í Skipasundið. Það var blíðskaparveður í gær og margir í bíltúr til að njóta veðursins. Ég er hins vegar svo fljót að melta að ég get keyrt hratt og notið veðurblíðunnar á sama tíma. Ég er líka svo vitlaus að vilja frekar vera úti í góðu veðri en hangandi á götum bæjarins. Það er nú ekki svo oft sem veðrið leikur við okkur.
Þetta getur farið svo í taugarnar á mér þegar hægskreitt fólk keyrir hlið við hlið og tefur alla röðina. Ég get alveg orðið brjáluð. Ég er ekki talsmaður þess að keyra of hratt - þó að ég gerist sökótt um það stundum heldur vil ég bara að fólk geti sjálft soldið ákveðið á hvaða hraða það vill keyra án þess að þurfa að sikksakka fram og tilbaka.
Viðurkenni fúslega að ég er ekki sú þolinmóðasta en ég hef líka fengið minn skammt af leiðindum í umferðinni þó að ég sé bara búin að vera með bílpróf í 5 ár.
posted @ 15:06
+ + +
Dagurinn í gær leið ótrúlega hratt og mér leiddist nánast ekkert í vinnunni en það telst núorðið til tíðinda. Ástæðan fyrir þessu leiðindaleysi mínu var að ég hafði í nægu að snúast. Var að breyta bæði þessari síðu og annarri og þurfti í kjölfarið að vesenast heilan helling. Ragnheiður var líka svo almennileg að taka við af mér um 5 leytið og þótti mér það ekki leiðinlegt. Þó að það muni voðalega litlu um þennan eina klukkutíma í viðbót er fínt að fá einn tíma á dag án símans. Ég tek sjaldnast kaffi seinni partinn og því er voðalega gott að komast aðeins frá. Ég hef ágætis verkefni sem bíður mín þegar ég er búin á símanum. Í framhaldi af þessu sumri hef ég tekið þá afdrifaríku ákvörðun að vinna aldrei aftur á síma - ALDREI. Get kannski leyst fólk af í kaffi og annað tilheyrandi en ég ætla bara ekki að vinna á skiptiborði aftur. Alveg komin með nóg. Er núna búin að vera á símanum allan daginn frá 2.júní. Hef aldrei áður verið svona mikið bara á símanum og það fer ekki vel með geðheilsuna. Ég veit að sumum finnst þetta ekkert mál en ég þarf bara meiri fjölbreytni í mitt líf. Þetta er líka sérstaklega slæmt eftir að lestur var bannaður á símanum. Núna get ég bara skoðað netið allan daginn og það er ekki það skemmtilegt að ég nenni því. Gæti alveg lifað daginn af án þess að komast á netið.
posted @ 09:52
+ + +
28.7.03
Það var verið að setja upp nýjar tölvur í vinnunni um daginn. Ég er komin með voða fína tölvu hérna hjá mér með flatskjáum en áður var ég með tvo hlunka upp á borðinu hjá mér. Núna fæ ég nánast víðáttubrjálæði vegna alls plássins sem ég hef - ótrúlega mikill munur. Á þessu er þó einn hængur. Núna kemst ég ekki lengur inn á síður sem hafa popup glugga í fylgdarliði sínu og því eru síðurnar þeirra Sigurjóns og Ragnars Frosta fjarri góðu gamni hjá mér ásamt frjálsíþróttasíðunni okkar frjalsar.com Ég er ekkert sérlega ánægð með þetta en ljósið í tilverunni er að núna er ég komin með MSN í vinnuna.
Ég á bara svo fáa aðra vini sem vinna svipað starf og ég og því hef ég ekki marga að tala við...
Ég taldi að ganni mínum símtölin frá 9-10:30 í morgun og þau voru rúmlega 90 - sem sagt eitt símtal á mínútu. Þá tel ég ekki með þá sem hringja upp hjá mér aftur en það eru svona 45 símtöl í viðbót. Ég er sem sagt minnst að slæpast í vinnunni...Hafdís duglega.
posted @ 11:48
+ + +
Óþolandi þegar skipt er um klósettrúllur á almenningssalernum og of stór rúlla er sett í boxið þannig að maður þarf að beita lagni til að ná sér í skeinipappír.
Er ekki hægt að setja bara aðeins minni rúllur í og skipta oftar. Ég er næstum því viku að koma rúllunni MINNI í samt lag aftur!
posted @ 11:38
+ + +
Um helgina var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum haldið í Borgarnesi. Undur og stórmerki gerðust fyrsta daginn þegar sólin skein í fyrsta skipti á nesið. Þessi óvænta uppákoma sló íþróttamennina og áhorfendur svo gjörsamlega út af laginu. Kuldagallar, regnhlífar og regnföt fengu að víkja fyrir stuttermabolum og flíssokkarnir voru dregnir niður til að smá sól skini á skálkana.
Fínn dagur. Á heimleið varð ég vitni að þrumum og eldingum í annað skipti á ævinni sá ég eldingu skjóta niður. Frekar flott.
Á seinni degi mótsins var allt við sama heygarðshornið. Ískalt, rigning og rok. Kuldagallarnir voru aftur dregnir upp ásamt húfum og treflum. Þá var gott að sitja bara upp í stúku undir teppi og horfa á hina í toppum og stuttbuxum. Ég keppti sem sagt ekki frekar en fyrri daginn en aftur á móti hef ég verið nokkuð dugleg að æfa upp á síðkastið. Áhuginn soldið að koma aftur og formið bætist með hverjum deginum. Bara jákvætt.
Við Sveinbjörn erum húsráðendur í Skipasundi þessa vikuna í fjarveru foreldra minna.
Móðir mín gerði góða ferð í matvörubúð í gær og keypti inn fyrir helgina. Sökum gríðarlegra húsmóður-hæfileika eldri dótur sinnar fyllti hún ískápinn af pizzum, pylsum og lasagnette. Þetta eru meðal fjölmargra rétta sem undirrituð sérhæfir sig í ; ) Systir mín hefur löngum talist myndarlegri og treysti ég henni vel til að laða eitthvað gómsætt fram á borðið þegar hún er ekki að vinna.
You go girl.
Næstu helgi hyggjumst við fjölskyldan leggja land undir fót og skella okkur til Vopnafjarðar í sveitasæluna. Þar verður hálgert mini-ættarmót þar sem systkini mömmu koma saman. Þar verður örugglega mikið grín og mikið gaman þar sem fjölskyldan mín er þekkt fyrir margt annað en rólegheit. Að þessu tilefni kemur frændi minn sérstaklega frá Þýskalandi til að taka þátt í gleðinni. Ég hef ekki farið í gamla heimabæinn minn í rúmlega 1 og hálft ár og þykir mér löngu komin tími til. Sveinbjörn verður væntanlega kynntum fyrir hálfum bænum og vænti ég þess að yfirheyrslur um hans ágæti verði nokkrar. Ég hlakka sérstaklega mikið til að fara með hann í sveitina til ömmubróður míns sem er algjör planta. Hann man hvernig veðrið var 18.maí 1964 og alla daga áður og eftir þann dag. Hann er alveg ótrúlega skondinn og skemmtilegur.
Fyrir þá sem ekki vita eru um 700 kílómetrar austur til Vopnafjarðar og því verður brjálað stuð hjá okkur næstkomandi föstudag. Vopnafjarðardögum er lokið svo að lítið verður um djamm og drykkju. Ég er orðin svo gömul og lúin að skemmtanahald reynir meira á en áður og því fannst mér upplagt að hvíla mig bara um verslunarmannahelgina. E.t.v skellum við okkur á hina Austfirðina í skoðunarferðir en annað verður örugglega ekki upp á teningnum.
Hvað ætlið þið að gera?
posted @ 11:36
+ + +
Það er gaman að vera vinsæll. Það eru greinilega ekki allir á eitt sáttir með þetta frí mitt og því hyggst ég skrifa hér inn greinar óreglulega - svona þegar ég hef frá einhverju áhugaverðu að segja.
posted @ 11:19
+ + +
14.7.03
Ég hef ákveðið að taka mér frí frá ristörfum um óákveðinn tíma.
Reikna með að koma aftur til starfa um leið og andinn kemur yfir mig!
Óska ykkur alls hins besta á meðan frí mínu stendur og vona að þið hafið það gott.
Takk fyrir og veriði sæl.
posted @ 16:13
+ + +
11.7.03
Fannst þetta dáldið skondið! Tjái mig ekki meira um það!
posted @ 14:42
+ + +
Heyrði í útvarpinu í gær að Hereford væri komið í samstarf við eitthvað fiskfyrirtæki um að bjóða upp á höfrungakjöt á matseðli sínum. Guð minn góður segi ég nú bara, hver gæti borðað höfrungakjöt?
Ég er alls ekki hluti af Grænfriðungum, langt því frá. Mér finnst hákarl alveg ágætur.
Gæti bara aldrei borðað höfrung!
posted @ 12:38
+ + +
Mér voru að berast eftirfarandi skilaboð:
Bara aumingjar eins og Brynjar eignast stelpur. Hér fæddist pottormur kl. 6:41, 5 tímum eftir fyrstu verki og 40 mínútum eftir komu á sjúkrahúsið. 13 merkur og 52 cm. Er hálf vitlaus enn en er að læra að sjúga og búinn að skíta og míga. Langir fingur, verdur kannski þjófóttur enda föstudagur til fjár. Sléttur og fínn, mikið dökkt hár, ekki rauður en með svertingjanef og líkastur Samúel Erni!
Þetta var Sigurbjörn Árni Arngrímsson að lýsa frumburði sínum.
Ég óska þeim skötuhjúum innilega til hamingju með gripinn og hlakka svakalega til að líta hann augum. Mér fyndist Hafsteinn Óskar alveg prýðilegt nafn á drenginn.
TIL LUKKU!
posted @ 09:38
+ + +
Hér á eftir fylgir bútur úr nokkuð áhugaverðri síðu sem ég fann á netinu. Þetta er breskur málfræðingur(?) sem dvelur hér í sumar við ritstörf. Hún er dugleg að skrifa um hitt og þetta og fannst mér t.d. gaman að sjá hvað hún hefur að segja um íslenska akstursmenningu.
Wednesday, July 09, 2003
LATER WEDNESDAY
Have just seen the results of a road accident, one of several since I’ve been in Iceland. This one was a shunt which led to some broken glass and bent metal, but presumably little else. The police were on the scene when I got there.
Indeed a policeman signalled the car in front of me to stop, but the driver apparently didn’t see him and as good as drove through him. The policeman gave a clear stop signal to my passenger seat, and as I stopped seemed amazed at seeing what he thought was a driverless car. At least that’s how I interpret his mouth falling open. Unless it was just shock that someone had taken notice of a stop signal. He had a broom, and wanted to sweep up the mess.
Icelandic driving standards are not good. Speeds are slow, and the driving just has to be better than say Italy, but Icelanders behind the wheel leave much to be desired. Issues are:
OVER-TAKING. I think I can safely say that the average Icelander has not been taught how to overtake, and has only the haziest notion how to do it. Icelandic overtaking is lethal. The favourite seems to be a car doing 89kmph being overtaken by a car doing the legal limit of 90kmph. So they run parallel for half an hour.
DISTANCE. Maybe Icelanders think it is just friendly, but they do like to sit on the bumper of the car in front. Perhaps they use less petrol in the slip stream of another car.
INDICATOR LIGHTS. Rarely used. Nor does anyone take much notice of them when they are used. In fact I’ve been so convinced mine can’t be working I’ve checked them several times.
LACK OF POLITENESS. Given the habitual politeness of everyone in Iceland, the aggro of the Icelandic driver comes as a surprise. Get in the wrong lane at a junction and that’s just tough, as no Icelander is going to hold back to let you change lane.
TOO MUCH POLITENESS. The guy on a roundabout who decides to stop half way round and wave a car on from an entry road. The guy at a green light on a junction on a dual carriageway who decides to wave pedestrians across, into the path of traffic in the other lane.
BIG IS BEST. Drivers of Reykjavik yellow busses have right of way at all times. I’ve decided it must be written in the laws of Iceland. Drivers of 4x4s with massive tyres think they are king of the road. After all their contraption has cost more than the road they are driving on. Toad of toad hall is alive and well in Reykjavik.
THE MIDDLE OF THE ROAD. Iceland once drove on the left, as all sensible nations. After all driving on the left is psychologically easier, and safer. Then in a spirit of doing the wrong thing in company with their Nordic brethren they changed to drive on the wrong side. An older generation of Icelanders have found a compromise – they drive down the middle. At all times.
DAFT JUNCTIONS. Top prize for what may well be Europe’s daftest junction goes to Reykjavik’s clover-leaf. This land-guzzler is not only an environmental disaster zone in that it covers acres (that’s Imperial acres, not European hectares) of green land with asphalt, but it is also downright dangerous. How about a roundabout? If junction 1, London, where Britain’s M1 meets the North Circular and half the trunk roads of London, can be a roundabout then there is no possible reason why a roundabout wouldn’t work here. A fraction of the land, and far safer.
On a hill outside Reykjavik there is a pole with a couple of wrecked cars on top of it, and a sign which gives the number of deaths in road accidents since 1st January. When I first noticed it the figure was 6 – now it is 8. This suggests a dozen or more deaths a year. I have it in mind the figure for Britain is something around the 100 mark. Iceland has a population 1/200th of ours, so by comparison should have a single road accident death only every other year. I rather doubt that the gravel roads, ghastly though they are, are often the cause of deaths. Maybe it is months of darkness and ice in the winter. Or maybe it is just plain stupid driving.
posted @ 09:26
+ + +
10.7.03
Ég er þátttakandi í mjög svo skemmtilegum umræðum um fallegustu konur þessa heims. Eins og venjan er eru ekki allir á sama máli hvað það varðar og sitt sýnist hverjum. Þetta er samt frekar áhugavert allt saman.
Ég vaknaði upp í nótt með versta krampa sem um getur í vinstri kálfanum og hef ekki beðið þess bætur í dag. Er draghölt og pinnstíf í kálfanum. Treysti mér varla á æfingu af ótta við tognun eða annað hvimleitt. Ekki gott. Var búin að hlakka til fyrstu æfingarnar minnar í langan tíma LENGI.
Ætli ég skemmti mér þá ekki bara við að raða í hillur og gera fínt - næstum jafn skemmtilegt.
Ég fékk fyrstu opinberu heimsóknina mína í gærkvöldi. Þá fylltist húsið - eins og ég kýs að kalla frímerkið - af skemmtilegu fólki. Ég dobblaði pabba til að setja saman hillueiningu með mér og mamma fylgdi sem kaupauki - ekki slæmt. Erna vinkona kom svo og gerði allt vitlaust. Reitti alveg af sér brandarana og skemmtilegheitin og að lokum kom Fannar fyrrverandi sem er jafnframt nágranni okkar til að athuga hvaða læti væru í okkur - Sveinbjörn var að reyna að negla ; )
Þetta var sem sagt hið skemmtilegasta partý sem hefði þó verið skemmtilegra ef húsið hefði ekki verið fullt af tómum pappakössum, fullum pappakössum og öðru drasli.
Verð greinilega að fara að klára þetta svo að ég geti tekið á móti gestum. Eins og sönn húsfreyja bauð ég upp á kaffi og með því, dýrindis köku. Mamma var síðan voða góða í gær og keypti handa mér efni í skúffuköku og gaf mér uppskrift af bestu skúffuköku í bænum, svo að núna get ég farið að baka! Bjössi getur þá loksins komið í heimsókn og fengið kökuna sína. Ég var víst líka búin að lofa Silju köku og því verð ég í fullu starfi við að baka á næstunni. Þarf líka að æfa mig í að baka eitthvað annað en skúffuköku og marengs kökur - kann að vísu bara að baka marengs með mömmu minni. Svo þarf ég víst líka að æfa mig að elda...
Í kvöld hef ég hugsað mér að bjóða upp á heimatilbúna Pizzu en þar sem enginn er bökunarpappírinn verð ég að grípa til annarra ráða! Pönnupizza verður í fyrsta skipti bökuð í Eggertsgötu 2 - spennó. Ef allt mistekst verða samlokur eða instant núðlur - ummmm. Það er greinilega eftirsóknarvert að búa með mér...greyið Sveinbjörn.
Annars er ég bráðum búin í vinnunni og er það gleðiefni mikið. Búin að vera á símanum í allan dag og er það sérlega leiðinlegt. Sér í lagi þar sem netið lá niðri í all langan tíma fyrr í dag!
Bið að heilsa í bili og verið velkominn í heimsókn frá og með morgundeginum!
Svona á meðan ég man, ef svo ólíklega myndi fara að ég og vinkona mína héldum partý um helgina hefði eitthvert ykkar áhuga á því? Ég bara spyr!
posted @ 18:06
+ + +
9.7.03
Veit einhver um góðan veitingastað til að fara með hópi fólks á?
posted @ 15:19
+ + +
Ji, hvað líf mitt er spennandi þessa dagana. Sé hvað það er eftirsóknarvert af brjáluðum kommentum.
Ég lenti nú samt í smá óhappi um daginn sem fáir geta státað sig af og fáir hefðu getað gert. Við Sveinbjörn ákváðum sem sagt að hittast á hádegi í Nike-búðinni á Grensásvegi og kíkja á útsöluna. Við töfðumst aðeins þar sökum mannmergðar og vorum orðin dáldið sein, áttum eftir að borða og keyra í vinnuna aftur. Sveinbjörn sagði mér að hitta sig í einhverri sjoppu á Suðurlandsbraut sem ég hafði einu sinni komið í og mundi ekki alveg hvar var. Mér tókst að keyra skemmtilega framhjá búðinni og var á ljósum í brekku þegar Sveinbjörn hringir og spyr mig afhverju ég hafði keyrt framhjá. Ég var orðin heldur pirruð á þessum tímapunkti þar sem mér finnst voðalega lítið skemmtilegt að vera of lengi í kaffi - sér í lagi þegar einhver er að leysa mann af.
Sveinbjörn sagði mér að koma aftur tilbaka en ég var á vitlausri akgrein til þess. Ég ákvað því í bræði minni að bakka bara og skipta um akgrein. Ég bakkaði frekar aftarlega og beint á einhverja konu á Renault sem var ekki í baksýnisspeglinum mínum. Ég fékk eðlilega smá sjokk þar sem mér fannst þetta soldið mikið högg. Konan fyrir aftan var líka alveg tjúll og öskraði á mig. Það gerðist þó ekki neitt, bara stuðari í stuðara og hún tók gleði sína og bað mig að slaka bara á.
Daginn eftir hringdi hún síðan í mig og sagði að stuðarinn stæði örlítið út öðru megin. Sagði að bróðir sinn sem væri bifvélavirki hefði tekið eftir því. Ég spurði hana hvort ég mætti ekki bara reyna að redda þessu áður en þetta færi í tryggingarnar og hún sættist á það. Strákarnir mínir á verkstæðinu ætla að reyna að fiffa þetta fyrir mig.
Spurning dagsins er: Hvernig er hægt að bakka á kyrrstæðan bíl í brekku?
Svar: Jú, með því að láta Hafdísi vera pirraða og áttavillta. Ég kenni samt Sveinbirni um þetta, ef hann hefði látið mig hitta sig á einhverjum almennilegum stað en ekki Hjartarsjoppu eða hvað sem hún heitir þá hefði þetta ALDREI gerst. Strákar eru alltaf til vandræða.
posted @ 15:17
+ + +
Jæja, íbúðin er alltaf að taka á sig meiri mynd. Tók uppúr nokkrum kössum í gær og raðaði eldhúsáhöldum betur. Við vorum þó heldur svikin í gær þegar við tókum sturtuhengið uppúr pakkningunni. Keyptum sturtuhengi í IKEA í hádeginu í gær. Í ljós kom að engir hringir fylgdu með henginu, bara göt! Ég var búin að skoða sturtuhengi áður og þá fylgdu hringirnir alltaf með. Hvernig átti ég að vita að þeir fylgdu ekki með. Þarf núna að plata mömmu með mér í búð til að bjarga henginu. Nenni ekki að sturta mig í botninum á baðkarinu lengur.
Við elduðum fyrstu máltíðina okkar líka í gær og vonandi ekki þá seinustu ; )
Ég svaf heldur ekki vel í nótt, held að ég sofi ekki rótt fyrir en ég er búin að taka uppúr öllum kössum og ákveða hvar allt á að vera! Er farin að finna óþægilega fyrir því hvað flugvöllurinn er mikið pirr. Þvílík læti kl.8 í morgun...ekki alveg sniðugt.
Helsti hausverkurinn þessa stundina felst í gluggatjöldum og hillusamstæðum. SPENNANDI!
posted @ 10:29
+ + +
8.7.03
Skógar heppnuðust bara ágætlega. Ég fékk enn eina staðfestinguna á því að ég væri orðin gömul þegar ég kom heim með meirihlutann af áfenginu og þegar ég fór EXTRA snemma að sofa öll kvöldin. Ég átti þó dyggan félaga í Beggu og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Ég hitti meira að segja eina af æskuvinkonum mínum sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Alltaf gaman að rekast á sjaldséða.
Í gærkvöldi fluttum við Sveinbjörn síðan opinberlega inn í íbúðina og sváfum fyrstu nóttina okkar. Við blásum bara á hjátrúina um að mánudagar séu til mæðu. Ískápurinn okkar er að vísu heldur fátæklegur. Þar er ein léttmjólk og hálf kókflaska sem Sveinbjörn á. Við eigum sem sagt til Cheerios, instant núðlur og rúllutertu, hálft brauð og þá er það upptalið. Í dag erum við að fara að verlsa sturtuhengi og annað nauðsynlegt. Síðan reikna ég með að fara í búð eftir vinnu og kaupa heilan helv...helling. Á örugglega eftir að tapa mér, úbbs.
Er svo svöng að ég get ekki skrifað, ætla að fá mér pylsu í IKEA - vei.
posted @ 12:24
+ + +
3.7.03
Ég er farin í útilegu. Vona að þið eigið góða helgi og skemmtið ykkur vel.
Hlakka til að sjá ykkur á mánudaginn ; )
Góðar stundir!
posted @ 17:34
+ + +
Flutti, flutti og flutti í gær.
Það gekk bara eins og í sögu. Pabbi tók verkstjórastöðuna að sér og skipaði öllum fyrir. Við erum sem sagt næstum tilbúin. Eigum eftir að kaupa okkur rúm og hillur en annars er flest allt klárt....;)
Ég á náttúrulega eftir að þrífa öll eldhúsáhöld eftir búferlaflutningana og á eftir að þrífa sófann og svona en...
Reikna sem sagt með að við verðum alflutt fljótlega eftir helgi. Barasta um leið og við fáum rúmið.
Ég er alltaf svo spennt og æst að ég vildi helst gista í íbúðinni í gær og pakkaði því öllum fötunum okkar ofan í töskur og ætlaði að ferja þær yfir. Að lokum vitkaðist ég og sá að þó að ég væri ofur dugleg næði ég kannski ekki að raða öllum fötunum inn í fataskápinn i hjáverkum með flutningunum...
Það verður sem sagt ofur gaman hjá okkur að pakka niður fyrir Skógaferðina - leitið og þér munið finna. Kosturinn er að vísu sá að ég pakkaði bara hversdagsfötunum okkar og maður er yfirleitt ekki í vinnufötunum sínum í útilegu. Allt útivistardót finnst í geymslunni...
Var ég búin að nefna að ég er að fara í útilegu í kvöld?
Sem dæmi um stilltleika minn get ég nefnt að ég fann ekki Heiðrúnu áðan fyrr en eftir langan rúnt, hef bara farið þangað einu sinni áður...ég drekk greinilega ekki nógu mikið. Eyði dýrmætum tíma í að leita að ÁTVR...
Svo vissi ég ekkert hvað ég ætti að kaupa þar sem mig langaði ekki í neitt. Var að hugsa um að kaupa mér venjulegan bjór en mundi svo að mér finnst hann voðalega lítið góður...Endaði svo á dýrindis stelpubjórum. Galli við þá hvað þeir eru dýrir en ég drekk svo sjaldan að ég leyfði mér það að sinni. Síðan er brjálaður sparnaður í gangi og því bið ég vini mína að biðja mig ekki að gera neitt sem kostar péninga næstu daga/vikur/mánuði né ár!!!
Bið að heilsa í bili...
posted @ 10:56
+ + +
2.7.03
Híhí, ég er að fara að flytja í dag - VEI,VEI,VEI.
Verst að ég skuli ekki vera búin að kaupa mér rúm!
Vá, hvað ég er spennt...langar að fara að kaupa rúm NÚNA!
posted @ 15:21
+ + +
Þegar ég sagðist ekki getað skemmt mér í Skógum ef ég byrjaði að lesa Potter meinti ég að sjálfsögðu að ég gæti ekki skemmt mér á meðal fólks...gæti vel skemmt mér við lestur í tjaldvagninum...
Ætla samt ekki að gera mér OF miklar vonir um þessa ferð því þá eru miklar líkur á því að ég verði fyrir vonbrigðum!!!
posted @ 12:14
+ + +
Ég fór út að borða á Hard Rock café í gærkvöldi með nokkrum félögum mínum að austan og Sveinbirni. Það sem vakti þó aðallega athygli mína var búningur stúlknanna, eru feminstar ekkert búnir að tjá sig út af þessu ,,hneyskli"? Það sést í boruna á skvísunum þegar þær beygja sig! Finnst skrýtið að þær séu ekki búnar að segja neitt og ekki selja neitt fyrir utan. Ég hef auk þess heyrt að margar hverjar séu þær sérlega lauslátar og séu því ekki góð fyrirmynd fyrir íslenskar stúlkur, gætu gefið okkur rangan stimpil.
Strákarnir voru alla vega alveg að fíla búningana þeirra og þá sérstaklega á þeirri sem þreif borðin, það var ekki mikið á huldu á þeim bænum...
Þar sem að strákar fíla þessa búninga hljóta þeir að vera af hinu slæma. BÖNNUM ÞÁ.
posted @ 11:56
+ + +
Sumarlega útlit Bjútíkvín var ekki langlíft sökum ljótleika.
Í stað þess að gera svo RÓTTÆKA breytingu ákvað ég að fegra síðuna bara með nýjum sumarlegri litum. Sleppti þessum skæru fallegu að sinni þar sem mér fannst það ekki koma nógu vel út. Er ekki alveg klár á öllum þessum númerum og finnst frekar erfitt að finna út hvaða litir passa saman af 1000 lita litaspjaldi - of mikið úrval. Fiskar geta ekki tekið svona stórar ákvarðanir auðveldlega.
Er þetta ekki bara ágætt í bili?
posted @ 11:52
+ + +
Gleymdi næstum að segja ykkur að ég fékk nýju Harry Potter bókina mína í gær...tími ekki að byrja að lesa hana strax því þá get ég ekkert skemmt mér í Skógum, verð þá bara að lesa alla helgina.
Ég þarf líka að klára bók 3 og 4 áður en ég byrja. Var búin að ákveða það...
Ég hef gríðarlega sjálfsstjórn greinilega...
posted @ 09:27
+ + +
Hvað er þetta með fólk. Ég var að segja við mömmu í gær að ég skildi voðalega lítið í fólki sem hringir í fyrirtækjanúmer og segir HÆ, það var verið að hringja í mig úr þessu númeri, veistu hver það var? Eins og sá sem svarar í símann viti allt um öll símtöl sem fara ÚT úr fyrirtækinu!
Mamma fór þá að segja mér frá fólki sem hringdi í veðurstofuna í gær alveg brjálað yfir því að spáin hefði brugðist um helgina. Hvað er það? Veit fólk ekki að veðurstofan ræður ekki veðrinu og að veðurfar á Íslandi er ekki það einfaldasta í heimi. Á þessu landi allra veðra nema góðra er voðalega erfitt að segja fyrir um veður langt fram í tímann. Heyrði á KISS FM á leiðinni í vinnuna að veðurspáin fyrir helgina væri ekki komin alveg á hreint og því gæti hann ekki með góðu móti sagt fólki hvert það ætti að fara!
Mér er alveg sama hvar góða veðrið verður, ég er að fara að Skógum.
posted @ 09:22
+ + +
1.7.03
Ég er að hugsa um að fara að tileinka mér JEPSÍ PEPSÍ til heiðurs Anton samstarfsfélaga mínum sem hefur skemmt mér mikið í vinnunni undanfarna 5 mánuði. Þessi drengur er einn mesti snillingur sem ég hef hitt og mesta gæðablóð. Skil ekki afhverju hann er á lausu - efast um að það finnist mikið betri strákar en einmitt þessi.
Allar stelpur á lausu flykkist upp í B&L...
posted @ 14:42
+ + +
Ég vildi að Guðni og Guðný hefðu tiltekið sérstaklega hvað er svona OFUR leiðinlegt við síðuna mína svo að ég hefði getað bætt úr því. Mér þykir nefnilega sérlega leiðinlegt að fólki þyki síðan mín leiðinleg - nei, nú er ég að ljúga og það er ljótt.
Sökum vinnu minnar þarf ég talsvert að fegra sannleikann og stöku sinnum þarf ég að ljúga en það er nú ekki oft og yfirleitt dreg ég það tilbaka - ég er svo almennileg.
Það rættist heldur betur úr deginum í dag, ég er ennþá frjáls ferða minna og ekki ennþá komin á sakaskrá. Samkvæmt sumum ætti ég þó að vera kærð fyrir leiðindi og efast ég ekki um sannleiksgildi þeirra orða!
Frændur mínir og félagar frá Vopnafirði voru í þessu að hringja í mig og biðja mig um að koma og hitta sig. Ég áttaði mig fljótt á tilgangi þess símtals en þeir höfðu fyrr orð á því að þá langaði að hitta mig og bílinn minn! Ekki furða að þá langi að hitta hann þar sem bílinn minn er sérlega fríður, fallegur, kaggalegur og hreinlegur - enda mikill snyrtipinni sem í honum býr.
Ofsalega væri ég til í að vera Ragnheiður í dag, hún er að sendlast niður í bæ. Vildi að ég væri frekar að sendast, finnst það svo skemmtilegt. Fæ að keyra hratt, hlaupa upp fullt af tröppum og vera óþolinmóð og mér finnst fátt skemmtilegra en þetta og þegar allt fer saman - Jammý. Langar svo út....
posted @ 14:17
+ + +
Bjútíkvín er komin í smá sumarbúning. Ákvað að þessir litir hæfðu mér betur að sinni, það var ekki úr mörgu að velja þar sem blogspot menn er ekki búnir að laga allt ennþá.
Óþolandi hvað haus síðunnar og lýsing hennar getur endalaust dottið út og breytt íslenskum stöfum í spurningamerki, sama hvað ég reyni.
Ætli maður verði ekki bara að vera þolinmóður enn um sinn....ekki mín sterkasta.
posted @ 09:52
+ + +
Ef þið sjáið mig ekkert næstu daga er það sökum fangelsisvistar. Mig grunar að ég verði kærð fyrir líkamsárás síðar í dag og jafnvel ásökuð um tilraun til morðs. Hef sjaldan verið jafn sár og svekkt og svívirt eins og í gær en ég segi ekki frekar frá því að sinni....
Skemmtilegt að lesa þessa hressu lýsingu í morgunsárið. Reikna með að nú líði flestum ofsalega vel og hlakki til að takast á við daginn!
posted @ 09:08
+ + +