30.4.03
Vinkonur mínar hafa mikið verið að ræða um femínista undanfarna daga, ég er hins vegar lítill femínisti í mér og hef lítið nennt að ræða þessi mál. Persónulega þykir mér ekki sanngjarnt að ef tveir jafn hæfir einstaklingar, kona og karl, sækja um starf þá eigi konan að fá starfið. Ég vil persónulega ekki fá starfið bara út af þessari löggjöf, ég vil vera hæfari þegar ég er ráðin. Enga ölmusu hér takk! Ég las líka pistilinn sem Sigurjón linkaði á og þótti hann hin mesta vitleysa. Þó að ég hafi löngum talist ofbeldisfull manneskja trúi ég ekki á ofbeldisfullar aðgerðir til að koma sínum málum á framfæri og hvað þá með þessari hótanaaðferð sem þessar konur beita. Ég held að það verði tímamót í stjórnsýslu Íslands einhvern tímann á næstu árum/áratugum þegar allur þessi skari kvenna sem nú er í Háskóla kemst til valda. Karlar eru í minnihluta í háskólanum og því verður að teljast líklegt að þeir verði minna í stjórnunarstöðum. Þá kemur upp karlréttindafélag sem beitir kvenstjórnendur hörku og hvað segja kvenskörungarnir þá?
Ekki misskilja mig, ég er mjög hlynnt jafnrétti kynjanna og hef sjaldan talið mig til veikara kyns allir sem þekkja mig ættu að geta staðfest það. Mér finnst þessi leið sem femínistar eru að fara bara röng. Mér finnst þessar auglýsingar sem þær eru að mótmæla ekki niðurlægja kvenmenn og finnst PoppTívi ekki hallærisleg stöð fyrir að senda út tónlistarmyndbönd sem státa fáklæddum kvenmönnum. Ég veit ekki betur en helmingurinn af tónlistarmyndböndum hafi einnig nakta karlmenn en enginn segir neitt við því.
Það tel ég ekki til jafnréttis.
Hvað var þetta líka með mótmælin fyrir utan B&L á ungfrú ísland.is, þar var voðalega lítil nekt í gangi og ekki var mikið verið að gera lítið úr þessum stelpum. Þær kusu sjálfar að keppa í þessari keppni og mér sýndist þeim ekki líða mjög illa. Sumar konur hafa gaman af því að vera í sviðsljósinu og aðrar hafa atvinnu af því að sýna föt og þess háttar. Karlar keppa líka í fegurðarsamkeppnum og ekki sé ég mikil mótmæli þá. Kvenskörungar stigu á svið á föstudaginn og fannst mér þær ekki segja mikið af viti. Að mínu mati voru þær jafn mikið að sýna sig og aðrir sem komu fram. Þögul mótmæli...what?
Æ, ég er farin að æsa mig um of...ætla að læra í smá stund.
Hér með tilkynnist að ég, undirrituð, kem ALDREI til með að ganga í Femínistafélagið!
Reykjavík, 30.apríl 2003
Hafdís Ósk Pétursdóttir.
posted @ 11:25
+ + +
Mér hlaut að hefnast fyrir góða daginn í gær...hún Ragnheiður, hin símadaman, tók nefnilega upp á því að verða veik á þessum síðustu og verstu tímum og ég má ómögulega missa úr klukkutíma og hvað þá 5 klukkutíma. Þar af leiðandi er ég að reyna að bjarga deginum en það gengur brösulega...
Ég verð að ganga héðan út kl. 1300 annað kemur ekki til greina og því er þetta hið erfiðasta mál.
Ótrúlegt hvað skiptast á skin og skúrir í þessari borg í gær var ég að læra út á palli og í dag þarf maður að hafa rúðuþurrkurnar á fullu til að komast leiðar sinnar...ekki gott.
Kosturinn við þetta veður er þó að það er voða fátt annað hægt að gera en að vera inni og læra og því ætti þetta að vera góður læridagur - JEI.
Ég klára prófin eins og áður sagði á laugardaginn og byrja að vinna fullan vinnudag hérna á mánudaginn. Það er ágætt að mörgu leyti. Þá leiðist mér ekki á daginn, þá trufla ég vini mína ekkert í prófatíðinni og fæ fullt af peningum. Á móti kemur að ég kem ekki til með að vera uppáhalds vinkona allra þar sem lítið verður um dýrindis bakkelsi og yndislegheit af minni hálfu.
posted @ 11:25
+ + +
29.4.03
Vá hvað þetta hefur verið þægilegur dagur...
Hef ekki komist í tölvu síðan fyrir hádegi seinasta föstudag og hef því nánast verið í fullri vinnu við að lesa blogg vina og kunningja. Er ótrúlega ánægð með hvað fólk hefur verið duglegt að skrifa og er gott að sjá fólk ,,leyfa" sér að kíkja í tölvu þó að próflestur standi sem hæst.
Ég er ótrúlega lítið stresssuð en reikna með að vera með heldur stærri hnút í maganum á laugardaginn þar sem þá er rekstrarhagfræði II, 6.5 prófið mitt - þarf að ná 6.5 til að ná prófinu. Ég er alveg á áætlun í þeim próflestri og vona bara að ég haldi mig á þeirri braut.
Svo fer sem fer....
posted @ 11:53
+ + +
Guten Tag, wie geht es heute?
Ég skellti mér upp í sumarbústað til vinafólks okkar um helgina. Fórum 4, þar af voru þau 3 að læra undir sama prófið. Þetta heppnaðist bara mjög vel, ég var ótrúlega dugleg að læra og þeim gekk líka svakalega vel. Hef sjaldan lært jafn mikið og ég gerði á laugardaginn, sunnudagurinn var aðeins síðri og svo fór ég heim um kaffileytið í gær til að fara á æfingu, en þá var ég búin að læra, fara í göngutúr, pakka niður öllu draslinu og svona...
Ég fór eins og áður sagði á ungfrú ísland.is á föstudaginn, það var bara hin ágætasta skemmtun þrátt fyrir að fyrrv. ungfrúin hún Sólveig hafi verið ÓTRÚLEGA leiðinlegur kynnir. Skil ekki hvernig þeim datt í hug að bjóða henni starfið, hann Hálfdán stóð sig mun betur og bjargaði þessu þar með.
Ég var ekki alveg sátt við úrslitin þar sem mér fannst sigurvegarinn heldur grönn og ég tók í raun ekkert eftir henni fyrr en á krýningunni, ekki mikið áberandi stúlkan sú arna.
Ég hélt með henni Jónínu sem varð önnur þar sem mér fannst hún koma lang best út, mjög glæsileg stúlka. Ég var að vísu ekki alveg hlutlaus þar sem mjög góður vinur minn er kærastinn hennar og því kannast ég aðeins við hana. Hún er ótrúlega fín stelpa.
Mér fannst skrýtið að sjá hvað þær voru tregar í fyrstu við að sýna svipbrigði og skil ekki hvers vegna þær voru svona fúlar við söngvarann að ég var alveg hneyksluð. Hann gerði í því að fá þær til að hætta að vera alvarlegar og gera eitthvað skemmtilegt en allt kom fyrir ekki. Það rættist aðeins úr þessu í seinni tískusýningunum þegar þær fóru að dilla sér og dansa og þá varð ég glöð.
Sá það fljótlega að það var eins gott að ég var ekki spottuð, ég gæti aldrei verið alvarlega svona lengi...ég hefði til dæmis alveg örugglega dansað við söngvarann án þess að hugsa mig tvisvar um. En líkurnar á mér í svona keppni eru líka hverfandi, mjög hverfandi.
Næstu daga sé ég fram á endalausan próflestur og æfingar. Hef hugsað mér að taka mér enga hvíld fyrir prófin, ætla bara að æfa og æfa, ofsalega dugleg.
Ég held að fátt annað markvert hafi drifið á mína daga síðan síðast. Ef einhver á sumarbústað sem hann er ekki að nota má sá hinn sami endilega lána mér hann :) Finnst miklu betra að læra í sumarbústað en í bænum. Það er ótrúlega gott að vera bara með náttúruna í kringum sig...læri aldrei betur!
posted @ 10:33
+ + +
25.4.03
Til að toppa daginn mætti sparivinkona mín og fyrirmynd hún BIRGITTA HAUKDAL, danspía og söngkona upp í B&L í dag til að prufa hljóðkerfið. Hún var alveg jafn væmin og vanalega og þakkaði ég mínu sæla fyrir að tjöldin voru fyrir svo að hún gat ekki verið væmin við mig.
Ég held að dagurinn geti ekki orðið mikið verri svo að ég sé fram á bjartari tíð...
Og svona á meðan ég man
...............:GLEÐILEGT SUMAR:..............
posted @ 14:38
+ + +
Byrjar vel...
Dagurinn fór vel af stað hjá mér. Eftir að hafa sofið of lengi dreif ég mig í fötin og setti upp andlitið. Þessi hluti gekk vel.
Þá var komið að mikilvægasta hlutanum...morgunmatnum, en það er sú máltíð sem skiptir sköpum yfir daginn. Það var rétt svo til næg mjólk út á Cheeriosið en það slapp. Ef ég fæ ekki nóg af Cheeriosi verð ég skapvond og pirruð og það er ekki gott...
Eftir morgunmatinn brunaði ég í ljósameðferðina mína og í henni var næstum því liðið yfir mig sökum hita, svita og þreytu.
Að henni lokinni var ég á seinasta snúning að komast í vinnuna og á einhvern ótrúlegan hátt tókst mér að beyja í akkúrat öfuga átt...týpískt ég að vera að hugsa um eitthvað allt annað. Mér tókst nú að snúa við fljótlega og lukkulega keyrði ég ekki á neinn.
Ég komst nánast klakklaust í vinnuna, keyrði á rúmlega 100 alla leið, á réttum tíma en þá beið mín algjör myrkraveröld. Borðið mitt er umvafið svörtum ,,glugga"tjöldum og því er frekar dimmt og drungalegt hérna.
Undirbúningurinn fyrir ungfrú ísland.is er í fullum gangi og alls kyns vélar og tæki á milljón. Þar af leiðanði er mikill hávaði hérna og læti. Fólk kemst illa ferðar sinnar sökum risasviðs, brjálaðs ljósabúnaðar og alls kyns tækja sem ég þekki ekki nöfnin á...
Heftir mitt starf frekar mikið þar sem ég sé ekkert nema þetta ljóta tjald og get því ekkert fylgst með hver er hvar og hvort starfsmennirnir eru uppteknir eður ei...
Núna eru þeir, verkamennirnir, að bora einhver hrein ósköp og það er ryk út um allt og einhver béskotans reykur sem er ógeðsleg lykt af...veit ekki hvort þeir eru að spreya eða hvað, eitt er víst ég verð nokkuð örugglega með hausverk eftir vinnu...JEI
Af þessum sökum er ég að hugsa um að skella mér bara á sýninguna í kvöld, er þetta eitthvað annað en sýning?
Þær bíða hérna í löngum bunum eftir viðtali við dómnefndina og drekka vatn eins og þær fái borgað fyrir það. Ég bíð enn eftir að verða spottuð en ekkert gengur...skil ekkert í þessu!
Tala við ykkur síðar...ætla að setja upp sparibrosið ;)
posted @ 10:32
+ + +
24.4.03
Ég skellti mér í bíó til að verðlauna mig fyrir leti dagsins. Við fórum 5 saman á Just Married, sem er alveg snilldar mynd finnst mér. Nokkrir hlutir minntu mig á minn heittelskaða og gat ég sérstaklega hlegið að þeim. Eins og titilinn gefur til kynna giftir parið sig í myndinni og fer í kjölfarið í brúðkaupsferð. Ég get yfirleitt ekki hlegið að myndum þar sem fólk meiðir sig mikið þar sem ég finn alltaf svo til með þeim, þessi mynd var hins vegar öðruvísi - svakalega fyndin fannst mér og bíófélögum mínum. Ég hef að vísu mjög skringilegan húmor...mér tókst að vísu líka að gráta yfir myndinni en það gerist yfirleitt alltaf ef myndir eru sorglegar. Ég lifi mig SVAKALEGA inn í atburðarrásina og er í rauninni hluti af henni...þess vegna er til dæmis ekki hægt að tala við mig á meðan ég horfi á sjónvarpið - ég einfaldlega heyri ekki neitt. Stundum vil ég að vísu alls ekki heyra og þá þarf að öskra á mig til þess að ég svari.
Ég mæli sem sagt eindregið með þessari mynd, hún er snilld. Núna á ég bara eftir að fara á The Recruit en ég fékk boðsmiða á hana - elska að fara ókeypis í bíó ;)
Víðavangshlaup ÍR var haldið áðan og fékk ég þann vafasama heiðu að starfa við það - ofsalega gaman. Fékk að afhenda sveittu og ógeðslegu fólki verðlaunapening og hlaut að launum hluta svitans á hendurnar - JAMMÝ.
Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Bjössa koma fyrstan í mark. Ég hef ekki séð hann taka þátt í götuhlaupi í all langan tíma. Þótti líka gaman að sjá Stefán Má í fremsta flokki og mér sýndist hann ekki blása úr nös. Hins vegar er alltaf fyndið að sjá Burkna koma í mark þar sem hann verður alltaf svo afmyndaður í framan eftir hlaup. Ekki segja honum að ég hafi sagt þetta...ok?
Könnun hér að neðan kom mér þægilega á óvart þar sem ég hélt að ég væri meiri Monica þar sem ég er hávær og bossy...gallinn við þetta próf er hins vegar hvað það er auðvelt að vita hver sagði hvað eða gerði hvað. Ég var samt Monica nokkuð oft svo að ég er soldil Monica í mér!
Ætla að reyna að Monicast við lærdóminn og vera geðveikt dugleg en fyrst verð ég þó að fá mér eitthvað í svanginn...
L8R
posted @ 14:29
+ + +
I'm Rachel Green from Friends!
Take the Friends Quiz here.
created by
stomps.
posted @ 14:19
+ + +
23.4.03
Nú er ég alveg hlessa...það hefur enginn gert kröfu til páskaeggjanna minna...hvurs lags eiginlega er þetta. Með þessu áframhaldi fær Kristín þau á færibandi án þess að hreyfa svo mikið sem litla putta...það er OF auðvelt...
Í gær var ég svo heppin að verða vitni að æfinu stúlknanna sem keppa í ungfrú ísland.is, alla vega helmingsins...og það var mikil og bráðskemmtileg upplifun. Bæði ég og Ragnheiður réðum okkur ekki fyrir kæti og stefni núna hraðbyri í keppnina á næsta ári. Okkur finnst 15 kíló ekkert vandamál á þeim bænum og ætlum að missa 1,5-2 á mánuði þangað til að við verðum orðnar ofsalega mjóar og getum orðið saddar af gúrku og sítrónuvatni...vá þá verðum við ríkar og mjóar ;)
Ég skellti mér á æfingu í gær sem var mjög gaman fyrir utan þennan bévítans astma sem varð til þess að ég gat ekki klárað alla útiæfinguna, neyddist til að fara inn og lyfta eftir upphitun - frekar ömurlegt. Þetta er einmitt sérstakleg leiðinlegt sökum þess að áhugi minn á þessari ágætu íþrótt hefur aukist mjög undanfarna daga og þótti mér meira að segja bara skemmtilegt á æfingu í gær en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.
Eyddi kvöldinu síðan í að velja mér gaddaskó á netinu. Það er hægara sagt en gert því það er að mörgu að huga. Mér finnst til dæmis sérlega mikilvægt að skórnir passi við keppnisgallann þar sem mér finnst ofsalega nauðsynlegt að vera í stíl. Í augnblikinu reikna ég þó ekki með að klæðast honum mikið þar sem ég er of stór fyrir hann en það kemur allt. Stefni að því að gera gallann of stóran á mig - það ætti að kenna honum...
Svo að ég snúi mér aftur að efninu...ég valdi á endanum skó en hætti síðan við að panta þá þar sem mig skorti upplýsingar. Þetta er ekkert smá flókið ef maður hefur ekki gert það áður. Er að hugsa um að biðja hana Silju mína að hjálpa mér þegar hún hefur tíma.
Við Sveinbjörn horfðum síðan á DareDevil í gærkvöldi. Hún var svona næstum því eins og ég bjóst við en endaði ekki alveg eins og ég reiknaði með. Samt ágætis afþreying.
Fleira er ekki í fréttum að sinni, fréttir verða næst sagðar kl.12.
posted @ 10:46
+ + +
21.4.03
Hafdís námshestur gerði sér lítið fyrir og var ótrúlega dugleg að læra í dag miðað við síðustu daga og stefnir að því að vera jafnvel duglegri á morgun.
Ég þarf að vísu að vakna ótrúlega snemma á morgun og fara í vinnuna en ég nota bara tækifærið og læri líka þá. Reikna með að virkni bloggsins eigi eftir að dala mikið næstu daga og vikur vegna prófatíðar. Ég hef að minnsta kosti ekkert svakalega skemmtilegt að segja á meðan ég er í prófum þar sem lítið drífur á daga mína.
Ég er ekki enn búin að borða páskaeggin mín, skildi annað eftir heima í Skipasundi og reikna því fastlega með að karl faðir minn hafi klárað það - ég skildi það líka eftir til þess ;) Hann sá í gegnum mig og bað mig ítrekað um að taka það með en eins og ég er útsmogin renndi ég úr hlaði eins hratt og mögulegt var.
Skil ekki afhverju mig langar bara ALLS ekki í páskaegg, yfirleitt finnst mér þau ótrúlega góð.
Þar sem ég á ekkert líf, segi ég þetta gott í bili og óska ykkur velfarnaðar :)
posted @ 21:54
+ + +
19.4.03
Long time no see...
Ég hef haft svolítið mikið að gera síðustu daga. Eins og alþjóð veit skilaði ég verkefni í Reikningshaldi II síðasta miðvikudag sem tók heldur betur toll af minni. Daginn eftir var bróðir hans Sveinbjörns fermdur og það tók of mikinn skammt af orkunni. Ég er ekkert sérlega góð í því að vera á háum hælum í 6 tíma án hvíldar. Drap næstum því lappirnar á mér á þessu helvíti en þó var ég í góðum skóm, ekki neinu svona pinnahæla-kjaftæði. Mér tókst bara nokkuð vel upp að vera kvenleg - ótrúlegt en satt en undir lokin var ég aðeins farin að gleyma mér - það tóku þó engir nema þeir nánustu eftir því sem betur fer.
Föstudagurinn fór aðallega í hvíld þar sem allir voru gjörsamlega búnir á því og lítið fór fyrir dugnaði í lærdómi eins og fyrirhugað var. Í dag er ég ennþá frekar þreytt og svaf aftur til tæplega 11 en það gerðist síðast um jólin held ég. Alla dagana fram að því hef ég verið vöknuð löngu fyrir 10 og yfirleitt fyrir kl.9 sama hvort um ræðir virkan dag eða helgidag.
Ég er búin að fá algjört ógeð á kökum og öllu sem þeim tilheyrir og hugsa að ég borði ekki páskaegg...hef enga lyst á súkkulaði. JAKK.
Í dag á ég eftir að lesa 3 kafla í rekstrarhagfræði sem ég kemst trúlega ekki yfir og get því ekki farið í bíó í kvöld þar sem það áttu að vera verðlaun fyrir dugnaði í lærdómi.
Það er ofsalega gott veður og mig langar í golf eða tennis - hver vill vera memm?
posted @ 17:16
+ + +
16.4.03
Þar sem ég er örlagatrúar er ég fullviss um að herramennirnir tveir sem ég hitti í Odda í gær hefðu átt að vera þarna til þess að aðstoða mig með námsval. Þeir voru eitthvað að vesenast með líffræði og ég var að hjálpa þeim þar sem ég hef ótrúlga þekkingu á lífeðlisfræði. Ég bjó svo vel að vita það sem þeir voru að vandræðast með, en það var ekkert sérlega flókið ;)
Við fórum síðan að ræða saman og þeir sögðu mér hvað þeir væru að læra. Ég benti þeim þá á að ég hefði alltaf haft áhuga á þessu fagi en aldrei þorað að skrá mig í það. Við héldum áfram að tala saman og í ljós kom að ég get sameinað það sem mér finnst áhugavert með því að læra þetta fag og fara svo til útlanda.
Þetta þýðir að vísu að ég þarf að byrja uppá nýtt þar sem þetta tengist viðskiptafræði ofsalega lítið fyrst um sinn en tengist henni þegar ég fer í framhaldsnám. Mér finnst að vísu svakalegt hvað ég er orðin gömul og eiginlega ennþá verra hvað ég verð gömul þegar ég útskrifast loksins en maður á að gera það sem manni finnst skemmtilegt.
Ég get bara alls ekki hugsað mér að vinna alla ævi við það sem mér leiðist.
Ég er samt ekki búin að taka endanlega ákvörðun um þetta, þarf aðeins að skoða þetta betur.
Ég læt ykkur vita um leið og ég tek ákvörðun.
posted @ 12:45
+ + +
15.4.03
Það er ofsalega mikið að gera hjá mér þessa dagana, er á kafi í verkefni og hef lítinn tíma fyrir skriftir.
Ég tók mér þó smá hlé í gær og fór í tennis með Sveinbirni. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt og hyggst ég brydda upp á þessu oftar. Nauðsynlegt að breyta stundum soldið til. Kosturinn við frjálsar er að vísu hvað þær eru fjölbreyttar en þetta er svo ALLT öðruvísi. Auk þess er hellings hreyfing í þessu og þó manni sýnist þetta vera ofsalega einfalt er það sko ekki staðreyndin.
Við erum nú samt ekkert ofsalega góð en samt ágæt miðað við að þetta var í þriðja skiptið sem ég snerti spaðann. Þetta er sem sagt hin besta skemmtun og mæli ég með tennis við alla. Næst ætla ég að prófa veggjatennis, held að það sé brjálað skemmtilegt og ógeðslega erfitt.
Hef þetta ekki lengra í bili, virðisaukaskattur bíður mín ;)
posted @ 11:44
+ + +
14.4.03
Ég skellti mér í leikhús í gær, fór að sjá ALLIR Á SVIÐ og var bara nokkuð ánægð með það. Þetta gerist að vísu allt alveg svakalega hratt og það er í rauninni svakalega erfitt að fylgjast með öllu á sviðinu og ómögulegt að ná öllu sem þau segja. Núna er ég mjög vön því að hlusta á fólk sem talar hratt - ég er í þeim hópi - og því ætti ég að standa betur að vígi en margir aðrir en þetta þótti mér heldur hratt. Við sátum á 12. bekk sem er nokkurn veginn fyrir miðju og fyrir miðju á þeim bekk. Mér fannst þau tala soldið of hratt og ef salurinn fór að hlægja missti maður af þar sem ekkert heyrðist. Þetta var samt mjög fyndið og skemmtilegt. Einvalalið leikara og brjálaður hraði. Sýningin í gær var þó hálftíma lengri en sýningin á laugardaginn, þetta veit ég þar sem móðir mín fór á þá sýningu.
Ólafía Hrönn er alveg meiriháttar fyndin og Edda Björgvins er bara snillingur. Steinunn Ólavía leikur skemmtilegt hlutverk og hinir eru líka frábærir.
Annars á ég að vera að gera verkefni svo að ég hef þetta ekki lengra í bili...Reikningshald er skemmtilegt ;)
posted @ 10:22
+ + +
12.4.03
Sveinbjörn var kjörinn formaður Umhverfis-og byggingarverkfræðinema í gær, húrra fyrir því. Það þýðir væntanlega að hann geti ekki æft frjálsar af fullum krafti næsta haust og því fækkar væntanlega í herbúðum ÍR-inga. Einnig mun að mínu mati fækka um einn þar sem ég er alvarlega að hugsa um að afneita ónefndum aðila sökum meiriháttar svika og pretta. Hef sagt það áður og segi það enn...það á ekki að særa eða svíkja mig - ég gleymi því seint og læt fólk heyra það um nánustu framtíð.
Námshagir mínir eru í hættu þessa stundina vegna áhugaleysis. Ég er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu og læt ykkur vita um leið og endanlega ákvörðun verður tekin.
Það er alla vega allt að snúast í hausnum á mér þessa stundina.
Ég skellti mér aðeins út á lífið í gær, edrú að vanda, sótti Sveinbjörn á kosningavökuna en nennti ekki að vera lengi - ekki frekar en fyrri daginn. Við vorum að vísu ekki farin að sofa fyrr en 2 en það er mjög seint á minn mælikvarða. Enda var ég algjörlega búin á því - trúi ekki hvað ég er orðin gömul og lúin.
Í kvöld hef ég heitið sjálfri mér að hafa það bara gott, fer e.t.v í bíó ef ég tími því og nenni. Annars ætla ég bara að kúra upp í rúmi og hafa það gott. Elska að vera bara heima.
Ég var að horfa á Þóreyju Eddu í Djúpu Lauginni áðan, það var verið að endursýna þáttinn. Þá var strákur spurður hvort hann væri meiri djammari eða kúrari. Ég myndi segja að ég væri svona 90% kúrari og 10% djammari.
Var ótrúlega slöpp í maganum í gær og treysti mér ekki á æfingu. Er skárri í dag en hef ekki mikl lyst. Er búin að pína smá pepsi ofan í mig en ég held að það fari ekkert vel í mig, hugsa að ég kaupi mér frekar TOPP. Finnst nefnilega sódavatn miklu betra en gos, býst ekki við því að margir séu sammála því.
Þarf að fara að gera verkefni þar sem ónefndur aðili stakk af til Portúgal án þess að láta kóng né prest vita og því er upplausn í hópnum. Það á að skila verkefninu á miðvikudag og hópurinn kominn á byrjunarreit. Það eru ekki allir jafn tillitsamir í lífinu og sumir hugsa greinilega BARA um sjálfan sig - held að vísu að hugsa sé of djúpt orð fyrir þennan einstakling þar sem ég er ekki viss um að hann sé fær um að framkvæma þann verknað. Gjörðir hans benda alla vega ekki til þess...
"I know it's a cheap shot but I feel so much better..."
posted @ 17:31
+ + +
11.4.03
Er á fullu að reyna að skilja eitthvað í heimaverkefninu mínu í Reikningshaldi II, það gengur MJÖG illa. Hefði kannski átt að vera duglegri að mæta í dæmatímana.
Í dag sýndi ég ótrúleg snilli og tók fartölvu sem fjölskyldan er með í láni með mér í vinnuna til þess að vinna verkefnið. Áttaði mig fljótlega á því að ég gat tengt hana við netið og verið á MSN, alveg er ég kýrskýr.
Ég er þó ekki alsæl með þetta þar sem svo virðist sem enginn sé á netinu í dag, hvernig stendur á þessu? Í staðinn fyrir að hanga á MSN ætla ég að læra í smástund.
Síðan hef ég ekki alveg gert upp við mig hvort ég eigi að skella mér í vísindaferð, fara á æfingu eða vera bara heima og hafa það gott og læra. Hvað segið þið?
posted @ 12:43
+ + +
10.4.03
Undanfarið hef ég mikið verið að velta því fyrir mér afhverju nemar borga í lífeyrissjóð á meðan þeir eru í námi og vinna aðeins á sumrin. Mér finnst í sjálfu sér gott og blessað að borga í lífeyrissjóð og í raun bráðnauðsynlegt. Á hinn bóginn vinna nemar sjaldnast á sama vinnustaðnum alla sína skólagöngu og eru því oft á tíðum búnir að borga í nokkur félög. Ég er til dæmis búin að borga í 4 lífeyrissjóði síðan ég fór að vinna fyrir mér. Það á að vera hægt að skipta um sjóð og fá það sem var uppsafnað yfir í hinn nýja sjóð en því tengjast alls kyns vandræði og vesen.
Mín hugmynd er sú að allir nemar borgi í einhvern lífeyrissjóð Nema á meðan þeir vinna bara nokkra mánuði á ári. Þegar þessir nemar hafa fundið sér framtíðarvinnu fengju þeir einfaldlega uppsöfnuðu fjárhæðina sína greidda yfir lífeyrissjóðinn sem fyrirtækið hefur gert samning við.
Tökum dæmi:
Fyrsta sumarið í menntaskóla borgaði ég í VR, þá vann ég í Bakarameistaranum.
Í öðrum bekk í Menntaskóla vann ég í 11-11 og borgaði í VR
Ég borgaði í 5 ár (sumur) í Samvinnulífeyrissjóðinn á meðan ég vann hjá Íslenskum Sjávarafurðum og SÍF.
Ég leysti leikfimikennara Vopnafjarðarskóla af í Desember 2001 og borgaði þá í Lífeyrissjóð Austurlands.
Ég vann við borgarstjórakosningarnar og borgaði hluta af því í enn einn sjóðinn.
Í dag borga ég í VR þar sem B&L er með samning við þá!
Ég hef löngum grátið þennan pening sem fer í lífeyrissjóðinn þar sem allt er hey í harðindum og þó að þetta séu ekki háar upphæðir kæmu þær sér vel að notum á námsárunum.
Mér þætti forvitnilegt að sjá hvað ég er búin að borga mikið í þessa sjóði samtals og hvað ég fæ útborgað af því í framtíðinni.
Þegar ég hef lokið minni skólagöngu - ef henni lýkur þá einhvern tímann- þá ætla ég að vanda valið á fyrirtæki þar sem mér er ekki alveg sama í hvaða lífeyrissjóð ég greiði, vil ekki fá mínus ávöxtun á lífeyrinum mínum.
Í rauninni væri kannski ekkert svo vitlaust að maður gæti sjálfur valið hvaða lífeyrissjóð maður velur þó að það gerist seint. Það er kannski bara ágætt að velja sér séreignarlífeyrissjóð sem bjargar manni á eldri árunum.
posted @ 10:09
+ + +
So true...
Once upon a time, there was a female brain cell which, by mistake, happened to end up in a man's head.
She looked around nervously, but it was all empty and quiet. "Hello?" she cried... but no answer.
"Is there anyone here?" she cried a little louder, but still no
answer....
Now the female brain cell started to feel alone and scared and yelled,
"HELLO, IS THERE ANYONE HERE?"
Then she heard a voice from far, far away...
"Hello - we're all down here...."
posted @ 09:04
+ + +
9.4.03
Shibbý, ég er alveg að verða búin í vinnunni. JEIJEIJEI
Tæpur hálftími eftir. Annars er búið að vera brjálað að gera í dag, hef varla getað litið í bók - alveg óþekk.
Bæti það bara upp með því að vera dugleg að læra í kvöld - líklegt.
Á eftir hyggst ég þræla mér út á æfingu, hef að vísu ekki mikla orku en ég ætla að nota þá litlu sem eftir er.
Fleiri er ekki í fréttum að sinni, fréttir verða næst sagðar á slaginu 09:30
posted @ 17:38
+ + +
Ég dreif mig til húðsjúkdómalæknis í gær þar sem ég hef verið krem og smyrsla laus í nokkuð langan tíma. Hef sjaldan eða aldrei verið svona slæm af exeminu og því var löngu orðið tímabært að splæsa þessu á sig.
Ég hef farið til nokkurra húðsjúkdómalækna á ævinni þar sem ég hef verið með exem síðan ég man eftir mér. Á síðustu árum hef ég meira verið að spá í hvaða týpur þeir eru og er farin að hallast að því að svipaðar týpur velji sér þetta sem sérgrein. Frekar óaðlaðandi, óalúðlegar og bara frekar kaldar týpur. Nú get ég ekki á neinn hátt alhæft um þetta, þetta er bara kenning. Veit ekki hvort þetta stafar af því að það sem þær sjá dags daglega er ekki það frýnilegasta eða jafnvel af því að þetta nám drepur allan karakter í fólki. Ef svo er veit ég afhverju Árdís er eins og hún er...nei, bara grín.
Þessi ágæti læknir, sem er áreiðanlega mjög fær í starfi sínu, ætlar að senda mig í ljósameðferð og láta mig fara í handabað sem gerir hendurnar á mér blettóttar og brúnar - ofsalega huggulegt. Handabaðið gerir hendurnar ekki bara blettóttar heldur litar það neglurnar líka brúnar mér til mikillar ánægju. Þarf að fara að troða naglalakki á þær svo að þær litist síður. Í þessari meðferð var ég þegar ég var lítil og þá litaðist öll húðin brún fyrir neðan háls, þar sem ég mátti ekki fara með andlitið ofan í. Fólk með eðlilega húð verður bara fallega brúnt og huggulegt en hjá mér litast öll sár og dauð húð dekkri lit svo að ég verð svona skemmtilega flekkótt.
Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá að ég fæ að vinna í allan dag þar sem hún Ragnheiður mín er veik.
Þeim sem vilja minnast mín er bent á að skella sér í heimsókn upp á Grjótháls 1, blóm og kransar sendast í Skipasund 57.
Hafdís Ósk Pétursdóttir
posted @ 09:35
+ + +
8.4.03
Ég er alveg dugleg að lesa mér til um lög reikningsskilaráðs til að skilja eitthvað í blessaða heimaverkefninu sem ég á að skila á föstudaginn. Hópurinn minn hefur ákveðið að gera verkefnin fyrst í sitthvoru lagi svo að allir læri nú eitthvað á þessu og stilla síðan saman strengina. Þetta er ekki alveg aðferðin sem ég hafði hugsað mér þar sem ég er meira þessi týpa sem sest niður og ræðir málin og allir komast á eina lausn. Ég læri nefnilega alltaf svo mikið á því að ræða hlutina.
Annars brá ég út af vananum í gær og skellti mér á æfingu. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð og þótti mér þetta skemmtilegasta tilbreyting. Við skötuhjúin ákváðum þó að fara bara rólega af stað til að gera ekki út af við líkamann á fyrstu æfingu. Um að gera að taka á þessu á skynsömu nótunum.
Um kvöldið lagði ég lokahönd á lokaverkefnið mitt í Tjáningu. Þar sem ég var heldur lengi að sjóða verkið saman náði ég ekkert að æfa mig og fyrir vikið las ég meira upp en ég ætlaði. Hefði átt að treysta meira á sjálfa mig en það er frekar erfitt kl.8 á morgnana eftir lítinn nætursvefn. Vona að ég fái sómasamlega einkunn fyrir þetta allt.
Skólinn klárasta á föstudaginn sem er bara hið besta mál, þá get ég farið að einbeita mér að próflestri. Undirbjó drög að lestraráætlun í gær og held að hún gæti jafnvel staðist, ef ég held rétt á spöðunum. Þeir sem þekkja mig vita að svona skipulagning af minni hálfu bregst í 98% tilfella. Ráðleggingar vinkvenna minna til mín eftir menntaskólann voru að það væri betra að lesa bara bókina í stað þess að skipuleggja hvernig, hvenær og hvar ætti að lesa hana. Ég hef reynt að fara eftir þessum ráðum eftir að ég byrjaði í Háskólanum og hefur það reynst mér nokkuð vel. Þakka ykkur fyrir þetta stelpur!
Núna ætla ég til að mynda að fylgja þessu ráði og halda lestrinum áfram.
Sí jú!
posted @ 11:34
+ + +
7.4.03
Spámaðurinn er heldur bjartsýnni í dag...ætla að taka meira mark á honum en mbl.
Fiskarnir (19.feb - 20.mars)
Í atburðum næstu daga felst tækifæri en hvað það er veit spámaður eigi. Þú ættir að huga betur en ella að smáatriðum sem eiga til að yfirsjást í amstri dagsins. Njóttu stundarinnar og láttu sér í lagi ótta og kvíða lönd og leið. Ef þú kærir þig um athygli annarra og viðurkenningu er þér ráðlagt að veita náunganum athygli en þú ert eflaust meðvitaður/meðvituð um það nú þegar að auðveldasta leiðin til að öðlast það sem þig skortir er að aðstoða aðra við að fá það.
posted @ 15:12
+ + +
Stjörnuspáin mín í dag er afskaplega upplífgandi. Þeir sem ætla að gera eitthvað á minn hlut ættu að gera það í dag...læt það nefnilega ekki bitna á ykkur samkvæmt þessu..........
FISKAR 19. febrúar - 20. mars
Það er svo sem í lagi að vera í fýlu. En í guðsbænum láttu hana ekki bitna á öðrum. Lokaðu að þér og leyfðu öðrum að halda sínu striki.
Annars er ég að fara að læra - hvað annað er nýtt?
posted @ 15:10
+ + +
EINN GÓÐUR
This blonde decides one day that she is sick and tired of all these blonde jokes and how all blondes are perceived as stupid, so she decides to show her husband that blondes really are smart. While her husband is off at work, she decides that she is going to paint a couple of rooms in the house. The next day, right after her husband leaves for work, she gets down to the task at hand. Her husband arrives home at 5:30and smells the distinctive smell of paint. He walks into the living room and finds his wife lying on the floor in a pool of sweat. He notices that she is wearing a ski jacket and a fur coat at the same time. He goes over and asks her if she is ok. She replies, "Yes." He asks, "What are you doing?" She replies that she wanted to prove to him that not all blonde women are dumb and she wanted to do it by painting the house. He then asks her, "Why the hell do you have a ski jacket over a fur coat?"
She replies that she was reading the directions on the paint can and they said....
I love this one...
FOR BEST RESULTS, PUT ON TWO COATS
posted @ 09:03
+ + +
6.4.03
Ofsalega lítið að frétta. Allt brjálað í FORMULUNNI, allir að fara út af og voða stuð. Því miður er minn maður dottinn úr leik og því nenni ég ekki að horfa á þetta lengur. Hélt nefnilega að hann myndi taka þessa McLaren gæja í nefið.
Fór í saumaklúbb í gær, það var ofsalega gaman. Mikið talað og mikið hlegið. Góðir réttir og allt dásamlegt bara.
Ótrúlegt en satt er ég ekki búin að vera dugleg að læra í dag en er að fara að bæta úr því...
posted @ 18:15
+ + +
5.4.03
Hei, hei, hei
Ótrúlega skemmtilegt gerðist í gær. Ég skokkaði alveg nokkuð langt án þess að deyja úr súrefniskorti svo að eitthvað gagn eru þessi lyf að gera - ótrúlega gleðilegt. Það var að vísu frekar gott veður í gær, ekkert of kalt svo að það auðveldaði mér líka leikinn. Vil þakka Rakel fyrir að nenna að skokka svona hægt með mér - ótrúlega þolinmóð.
Eftir skokkið var ég nú samt nokkuð þreytt þar sem heilsan hefur ekki alveg verið upp á marga fiska auk þess sem viku frí frá hreyfingu hjálpar ekki mikið...
Ég skemmti mér ótrúlega vel við að horfa á vini í gær, fannst þetta snilldarþættir og hef ekki hlegið svona mikið að þeim í langan, langan tíma.
Í morgun var ég árisul og var mætt í páskaeggjabingó með mínum heittelskaða og Maríusi Pétri frænda mínum, að verða 3 ára, kl.10. Við urðum nokkuð heppin og nældum okkur í tvö egg! Sá stutti hafði nú ekki mestu þolinmæði í þetta og var fljótlega farin að leika sér hjá bílunum. Hann fékk vinning mjög snemma og hélt á tímabili að maður gæti alltaf farið upp með spjaldið og fengið nýtt egg og varð fyrir heldur miklum vonbrigðum þegar það afsannaðist!
Hann tók þó gleði sína þegar hann fann lítinn leikfangabíl sem hann gat setið í og látið Sveinbjörn keyra sig út um allt....ekki leiðinlegt.
Sveinbjörn lenti líka illa í því þegar Maríus vildi pissa í stóru stráka klósettið en það er hlandskál, þetta leystist þó á farsælan hátt - enginn pissaði yfir sig eða annan. Hefði samt verið soldið fyndið ef hann hefði þurft að kúka líka...
Mikið að gera í dag því að það er SAUMÓZ í kvöld, ótrúlega skemmtilegt. Hlakka ekkert smá mikið til! Í tilefni þess ætla ég ekki að borða neitt meira fyrr en ég kem þangað - kl.hálf 8 svo að ég geti troðið mig út af allskyns góðgæti ;)
Núna þarf ég að læra þar sem ég er búin að sluxast í dag...
posted @ 15:05
+ + +
4.4.03
Málshættir fyrir páskana...
Heima er best í hófi.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
Eitt sinn skal hver fæðast.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
Betri eru kynórar en tenórar.
Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
Oft fara hommar á bak við menn.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Margri nunnu er "ábótavant".
Oft hrekkur bruggarinn í kút.
Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Víða er þvottur brotinn.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér
posted @ 11:33
+ + +
Margblessuð og sæl.
Ég hafði svo ótrúlega margt að gera í gær að ég bókstaflega hafði engan tíma fyrir ritstörf. Ég var nefnilega frekar upptekin við undirbúning lokafyrirlestrar í Tjáningu og samskiptum sem ég gat síðan ekki haldið sökum mannmergðar - of margir voru að halda fyrirlestur í gær. Ég ákvað að flytja minn bara í næstu viku í þeirri von að röddin mín skáni.
Auk þess skellti ég mér til læknis í gær, nánar tiltekið lungnasérfræðings. Hann lét taka röntgenmyndir af lungunum mínum, kinnholunum, ennisholunum og þess háttar. Hann staðfesti síðan álit heimilislæknissins um að ég væri með áreynslu astma. Í stað þess að láta mig fá lyf sem virka tímabundið gaf hann mér lyf sem eru bólgueyðandi og slímlosandi. Hann ætlar með þessu að ná þessum bólgum og slími úr lungunum á mér á rúmlega 2 mánuðum. Þetta þykir mér sérlega sniðugt og er mjög lukkuleg með þetta allt - nema verðið á rannsókninni og lyfjunum ;)
Ennfremur skil ég núna betur afhverju tóbaksreykur fer svona ótrúlega í pirrurnar á mér það er vegna þess að hann hefur slæm áhrif á astmaveika. HAHA, svo bannað að reykja heima hjá mér í framtíðinni.
Þetta veldur sem sagt versnun:
Tóbaksreykur, ryk, reykur, sterk lykt, kuldi, líkamleg áreynsla og ofnæmi. Þess vegna er ég að hugsa um að fara til Bandaríkjanna að æfa. Ætla annað hvort að búa rétt hjá Silju eða Bergrós, alveg eftir því hvor bíður betur. Það myndi hafa sérlega góð áhrif á lungun mín auk þess er miklu skemmtilegra að æfa í sól og blíðu en rigningu, roki og haglél. Verð bara að drífa mig þar sem ég á að vera bötnuð af þessu eftir 2 mánuði.
Um kvöldið var ég sérlega upptekin í tölvuleik í X-boxinu og við að horfa á Piparjónkuna. Fannst þeir þættir miklu fyndnari þar sem strákarnir eru duglegir að fíflast. Finnst BOB náttúrulega bara fyndnir. Í auglýsingahléum horfði ég á POPP TÍVI og hló að aulabröndurunum þeirra. Ég er ekki alveg búin að ákveða hverjum ég held með í keppninni en fannst hún nú ekki alveg vera að standa sig í þessu vali í gær. Mér leist til að mynda ekkert á gítarleikarann og held að tölvunarfræðingurinn sé helst til of væminn fyrir minn smekk. Annars held ég að fólkið í þessum þáttum sé ekkert öfundsvert af sínu hlutskipti.
Segi þetta gott í bili!
posted @ 09:34
+ + +
2.4.03
Hafði það af að mæta í vinnuna, ofsalega dugleg. Hefði ekki meikað heilan dag í viðbót heima...
Þarf að klára verkefni fyrir morgundaginn og lesa heilan helvítis helling. JEI
Er samt ekki alveg eins og ég á að mér að vera, hefði alveg haft gott af því að vera aðeins lengur heima.
Veit bara hvað það er erfitt að vera á símanum allan daginn og gat ekki lagt það á elskuna mína lengur!
Annars held ég að mér hafi tekist að smita Sveinbjörn, hann er alla vega orðinn slappur og sljór - ég er svo illkvittin.
Er að hugsa um að fá mér eitthvað gott í svanginn eftir vinnu og leggja mig svo jafnvel í smástund - venjulega er ég ótrúlega mikið á móti því að leggja mig á daginn og get það yfirleitt ekki, sama hvað ég reyni.
Vona að þið hafið það gott í dag.
posted @ 11:34
+ + +
FRIENDS tilvitnun dagsins er svohljóðandi:
"Look how pretty!"
posted @ 11:25
+ + +
1.4.03
Jei, þessi elska er loksins komin í lag, nokkrum millísekúndum áður en ég trompaðist gjörsamlega...TAKK FYRIR. Get loksins tjáð mig á ný JEI.
Eruð þig ekki ótrúlega glöð líka?
Vissi að þið mynduð sakna mín, elskurnar...
posted @ 20:56
+ + +
Gengur ekkert að birta þetta helv...fer bráðum að henda tölvunni í gólfið - þó að þetta sé ekki henni að kenna...
posted @ 14:54
+ + +
Hóst, hnerr, snýt og grenj.
Ég er ENNÞÁ veik og alveg að missa þolinmæðina. Finnst þetta ekki lítið leiðinlegt. Ef ég myndi ekki þurfa að hnerra á mínútu fresti þrisvar í röð og snýta mér svona 2svar á mínútu hefði ég sko skellt mér í vinnuna í dag. Er að fara að undirbúa lokafyrirlesturinn minn í Tjáningu og Samskiptum og hef ég ákveðið að fjalla um B&L. Í kjölfarið ætlaði ég að taka fullt af myndum af mér í vinnunni - eitthvað til að gleðja augað ;) en hef ekki komist í það sökum veikinda. Þarf að gera það á morgun í síðasta lagi, en samt helst í dag.
Er að hugsa um að skella fyrirlestrinum saman í dag - gaman að vera einu sinni búin með fyrirlesturinn áður en ég fer í tímann en þó verða þetta bara punktar, verð að forðast lestón...
Fyrirlestur í Rekstrarhagfræði fellur niður í dag, lukkulegt fyrir mig þar sem það er synd og skömm að missa af tímum sökum veikinda. Er búin að missa nóg úr skólanum sökum anna í vinnunni. Tekur tíma að vinna það upp. Í dag hef ég annars hugsað mér að læra og jafnvel hef ég hugsað mér að leika mér aðeins í X-BOX - svona á milli anna. Ef einhverjum leiðist svakalega er sá hinn sami velkominn í heimsókn - ábyrgist skemmtilegheit ;) Minni á að veikur einstaklingur er bara smitandi áður en hann veikist...svo það er ekki gild afsökun.
Dagurinn í dag kemur til með að einkennast af aprílgöbbum, ég hef ekki verið mikið gefin fyrir þau síðan ég komst í fullorðinna manna tölu. Hef ofsalega lítið gaman af aprílgöbbum eins og þessu hér og hér sér í lagi þar sem þau eru ekki einu sinni raunhæf. Í fyrra trúði ég þó aprílgabbinu hans í svona 10 sekúndur...en það er meðal umhugsunartími litla heilans míns.
Það er eitthvað verið að tala um að gámur sem átti að fara til Bandarískra hermanna hafi óvart komið til Íslands og eigi að selja muni úr honum í Sölu Varnarliðseigna. Þetta fannst mér ofsalega sniðugt eða hitt þó heldur sérstaklega þar sem stjórnendur Íslands í bítið gátu ekki sagt þetta á raunhæfan hátt. Hefði að vísu ekki trúað þessu eitthvað meira þá...gallinn við þennan dag er náttúrulega sá að maður efast alltaf um allt.
Hugsa að ég ætli að trúlofa mig 1.apríl bara svona til gamans. Ef einhver ætlar einhvern tímann að biðja mín má sá hinn sami hafa það í huga. Vonbiðlar mega prenta þennan pistil út til að gleyma þessu ekki í dagsins amstri!
Núna er ég farin að bulla, held að ég sé með óráði.
Hafið það gott í dag og passið ykkur á göbbunum.
posted @ 11:10
+ + +