28.2.03
Annars fór ég á killer-æfingu í gær. Getið lesið meira um hana hjá þjáningarbróður mínum. Eftir æfingu var heldur erfitt að hafa stjórn á fótunum þar sem þeir titruðu nánast stanslaust. Tröppuæfingar hafa gjarnan þannig áhrif.
Ég var sem sagt frekar þreytt eftir æfingu í gær og var þar af leiðandi ekkert sérlega skrafhrifinn sem gladdi vinkonur mínar sérlega. Þær komust þá að....LOKSINS.
Við horfuðum síðan saman á Bachelor og þá komst ég að því að ég er bara ekkert svo gagnrýnin, þær fundu svona 100x meira að þessu gellum en nokkurn tímann ég. Alltaf gaman að komast að því að maður sé ekki verstur.
Við fengum einhvern Rekletta mat sem var sérlega ljúfengur. En hann virkar þannig að þú steikir þér alls kyns grænmeti á pönnu sem var í þessu tilviki staðsett á miðju borðinu. Undir aðalpönnunni hefur þú þína eigin litla pönnu þar sem þú getur til að mynda brætt ost. Með þessu var síðan kjúklingur og alls kyns sósur, kartöflur og brauð. Þetta rann ljúflega ofan í minn soltna maga.
Mér finnst alltaf gaman að fá hollan mat í saumaklúbbnum.
posted @ 11:49
+ + +
Ég er komin með kjól fyrir kvöldið - Eddu sé lof fyrir það. Hann er að vísu svartur en mér tekst að bæta það upp með einhverri litagleði á öðrum sviðum. Annars er ég kominn með leiðindakvef sem ég þarf að ná úr mér ekki seinna en í gær.
Ég fékk nýja fína bílinn minn i gær, er ótrúlega lukkuleg með hann. Hann er ekki bara skvísulegur heldur er líka gott að keyra hann.
posted @ 11:36
+ + +
27.2.03
Ég lýsi því hér með yfir að ég er HÆTT að hlusta á FM957. Held að það muni seint gerast að ég stilli á þá skítastöð. Þessa örlagaríku ákvörðun hef ég tekið í kjölfarið á Hlustendaverðlaunum stöðvarinnar. ALGJÖR SKANDALL. Hver gæti trúað því að Írafár fengi verðlaun fyrir bestu söngkonu, bestu hljómsveit, besta lag, bestu plötu, kynþokkafyllsta meðlim og 3 önnur verðlaun. Hvað er fólk að pæla. Þetta styður kenningu Sigurjóns um að einungis börn og unglingar hlusti á þessa stöð og nú hef ég komist að því að þessi börn hafa ekki góðan smekk á tónlist og ég reikna með að þau séu ekki mjög músíkkölsk aukreitis. Núna hlusta ég bara á létt og Steríó.
Jú, og svona á meðan ég man.
Ég hlustaði á brot af þessum hlustendaverðlaunum á meðan ég var að leita að lyklunum - samtals í svona 10 mínútur. Á þessum tíma tókst mér að heyra Birgittu væla 1 sinni og syngja eitt lag og það var hrein hörmung. Hún kann ekki að syngja í beinni - mikill gæðastimpill eða hitt þó heldur. Hvernig á hún eftir að vera útí RIGA? ÚBBS...
posted @ 12:26
+ + +
Þetta var ekki það eina sem klikkaði í gær - því miður. Því að kjólinn sem ég ætlaði að vera í á árshátíðinni á morgun reyndist alltof stór á mig, mig vantaði líka svona eins og eina skál til að passa í hann.Eins og tæplega 3 ára frændi minn segir er ég með lítil brjóst.
Núna neyðist ég til að vera í gráu eða svörtu og í ljósi þess hve óheppin ég hef verið seinustu daga ætla ég ekkert að gráta það! Ef ég kemst á ballið verð ég mjög lukkuleg ; )
posted @ 09:50
+ + +
Við skötuhjúin vorum mjög seinheppni í gær. Á æfingu í gær tilkynnti Jón okkur að þetta yrði stutt og auðveld æfing, en það veit aldrei á gott og raunin varð sú að við vorum að hunskast heim kl.8 í gærkvöldi, erum vanalega komin heldur fyrr! Á leiðinni út fann Sveinbjörn ekki lyklana sína og upphófst mikil leit. Fyrst leitum við inni og svo þræðum við rúmlega 2 km hringinn sem við hlupum í upphitun - þrisvar. Í millitíðinni skokka ég þó heim til að ná í græna bílinn,vasaljós, vettlinga og húfur. Mamma hans, bróðir hans og vinur bróður hans hjálpuðu til en án árangurs. Á meðan við vorum að leita voru síðan gaddaskórnir mínir teknir, 3 pör sem stóðu fyrir utan bílinn hans Sveinbjörns. Þetta voru sem sagt allir gaddaskórnir mínir og einu lyklarnir að bílnum! Við komum heim kl. rúmlega 11 eftir að hafa leitað í rúmlega 3 tíma í niðamyrkri og kulda. Það tók mig ekki nema svona 2 og hálfan tíma að fá hita í kroppinn og það tók einhvern svipaðann tíma að sofna þar sem allir vöðvar voru aumir og stífir. Mér tókst þó að rífa mig á fætur í morgun og mæta í vinnuna. Það fyrsta sem ég fæ að heyra í vinnunni er það að bílinn minn verðir áreiðanlega ekki tilbúinn fyrr en seinnipartinn í dag eða í fyrramálið - TÝPÍSKT. Er alveg að hugsa um að ergja mig yfir því, hefði svo þurft að nota hann í dag.
Vegna seinheppni okkar tókst mér ekki að baka í gærkvöldi eins og ég ætlaði mér og þarf því að skrópa í skólanum í dag til að vera búin með eitthvað áður en ég fer á þessa árshátíð!
Einu sinni fannst mér gaman að hafa of mikið að gera.
Eina ljósið í lífinu mínu þessa stundina er vigtin heima sem ákvað að vera ótrúlega næs við mig í morgun og lét eins og ég hefði lést um 2 kíló - hefði getað kysst hana. Sér í lagi þar sem ég borðaði pylsur og prins póló í gær til að fá smá orku!
posted @ 09:46
+ + +
26.2.03
Þeir sem vilja sjá belju í fótbolta mæti í íþróttahús Vals á föstudaginn kl.1
Ég er víst að fara að keppa í fótbolta með íþróttaráði Mágusar - guð hjálpi mér.
Síðar um daginn er ég að fara á árshátíð og ef ég þekki mig rétt fer ég einhvern veginn haltrandi þangað. Þar af leiðandi ætla ég að gera mitt besta til þess að sitja bara á varamannabekknum. Held að ég sé líka best geymd þar.
Það getur verið gott að vera með bloggsíðu. Tilvonandi eiginkona frænda míns hringdi í mig í hádeginu og bauð mér að fá ofsalega fallegan kjól lánaðann hjá henni. Þá hafði hún vandræði mín á þessari síðu og ákvað að hjálpa mér - ótrúlega varð ég glöð. Var næstum því búin að ákveða að vera í gráa kjólnum en núna liggur bara annað í loftinu - JEI.
posted @ 15:46
+ + +
Vá, ótrúlegt hvað það er dýrt að vera stelpa. Ég fór á stjá í gær til að leita mér að huggulegum árshátíðarkjól sem væri þó þannig að hægt væri að nota hann við fleiri tækifæri. Ég fór að vísu bara í eina kjólabúð og í eina kjólaleigu en....Kjólinn sem mér fannst fallegastur í búðinni kostaði 19000 og það að leigja kjól í eitt kvöld kostar 7000, þetta finnst mér ótrúlega dýrt.
Enda örugglega á því að spara mér bara skildinginn og vera í kjól frá einni af vinkonum mínum!
Annars styttist bara í að ég fái bílinn minn, það verður annað hvort í dag eða á morgun - JEI, JEI.
Hlakka ótrúlega til að bruna um götur borgarinnar á nýja fína kagganum mínum.
Mesta sportið er að sjálfsögðu að þetta er glænýr og ótrúlega flottur Hyundai Getz ; )
posted @ 10:12
+ + +
25.2.03
Ég er að fara að leita mér að kjól fyrir árshátíðina sem er á föstudaginn. Langar ótrúlega að vera í einhverjum fallegum lit en veit bara ekki alveg hvaða lit. Upphaflega langaði mig að vera í rauðu en þar sem helmingur allra stelpnanna ætlar að vera í rauðu er ég meira farinn að hallast að grænu. Annars er ég bæði búin að fá svartan og gráan kjól lánaðann en langar meira að vera í lit. Ég erfði þessa litagleði beint frá henni ömmu minni, hún gengur yfirleitt í rauðu, gulu eða skærgrænu og svo er hún alltaf í pilsi. Hefði eiginlega átt að erfa kvenlegheitin frá henni líka - það vantar víst soldið upp á ég sé með fullt hús í þeim efnum. Þakka guði fyrir að skrifborðið mitt í vinnunni sé niður í gólf því annars væru margir búnir að sjá upp undir pilsið mitt.
posted @ 09:54
+ + +
Grunar að teljarinn sé bara inn á síðunni af því að athugasemdakerfið liggur niðri. Nú hef ég ekkert fiktað í þessari síðu í nokkuð marga daga og skil því ekki þessi leiðindi.
posted @ 09:45
+ + +
Elskulegi teljarinn hefur ákveðið að vera svo almennilegur að birtast á síðunni eftir langa fjarveru! Þakka ég honum kærlega fyrir það. Það borgar sig greinilega að vera ótrúlega þolinmóður og bíða eftir þessari elsku!
posted @ 09:41
+ + +
24.2.03
Ég er alveg búin að vera að standa mig við að ruglast á því hver skrifar í þetta athugasemdakerfi. Erfitt að þekkja marga með sama nafni. Eins gott að enginn af vinkonum mínum heitir sama nafni...
Í augnablikinu er ég að fletta í gegnum brauðréttabók Hagkaupa í leit að einhverju girnilegum að útbúa! Gallinn er bara sá að það er svo svakalega margt girnilegt hér...en samt er ég ekki svöng. Guð, hvernig væri ég ef ég væri svöng? Þá væri ég örugglega búin að baka alla réttina á now time...
Hvað langar ykkur í elskurnar mínar? Einhverjar sérstakar óskir?
posted @ 15:42
+ + +
Vá, þetta verður brjáluð vika. Saumóz á fimmtudaginn, árshátíð á föstudaginn, afmæli og vinna á laugardaginn og undirbúningur fyrir þetta allt hina dagana. Auk þess er ég víst að fara á fund í þessari viku. Ætla að reyna að fresta honum svo að ég geti ákveðið hvað ég ætla að hafa.
Ég var bara ótrúlega löt í gær og eyddi tímanum í að jafna mig eftir mótið og horfa á væmna fjölskyldumynd.
Ótrúlega fátt markvert að gerast í mínu lífi þessa dagana.
Hvernig hafið þið það?
posted @ 12:17
+ + +
23.2.03
Góðan daginn, elskurnar mínar.
Ég er í svona helmingi betra skapi í dag en ég var í á sama tíma í gær. En glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir því að undirrituð var kannski helst til svartsýn í gær. Eins og nokkur ykkar vita er ég ÓTRÚLEGA tapsár og veit fátt verra en að tapa - sérstaklega fyrir þeim sem ég er ekki vön að tapa. Í gær var ég þó aðallega fúl út í sjálfa mig þar sem árangur minn var ekki upp á neinn fisk.
Dagurinn í dag var heldur skárri en þó mjög slæmur. Ég verð bara að horfa á björtu hliðarnar sem hljóta að vera þær að ég get ennþá hlaupið og stokkið þó að það sé hvorki hratt né langt.
Ég uppskar þó eitt brons á þessu móti sem ætti víst að teljast ásættanlegt. Næstu dagar, vikur og mánuðir fara síðan í að koma mér í form og það skal ég komast í. Bíðiði bara ég verð hörð í horn að taka í sumar.
Annars fannst mér framkvæmdin á mótinu bara ágæt. Fyrir utan smá skipulags leysi í langstökkinu í gær þar sem 25 stelpur stukku á sama tíma og því tóku þessi 6 stökk heila tvo tíma. Eftir langstökkið voru flestir orðnir soldið þreyttir og stífir og því var annar árangur ekki mikið til að hrópa húrra fyrir.
Ég hef fátt annað til að kvarta yfir sem er mjög óvenjulegt. Mér hefði að vísu fundist gott ef að þulurinn hefði verið soldið skýrmæltari og hefði verið soldið betur inn í málunum en hún hefur sér til málsbóta að hún var föst í stúkunni yfir langstökksgryfjunni og sá því ekki mikið.
Sem sagt nokkuð gott mót.
posted @ 17:16
+ + +
22.2.03
Vá, hvað mig langar bara að detta niður dauð núna og þó hef ég skánað síðan ég gerði mig að algjöru fífli í 60 áðan. Ekkert afsakar frammistöðu mína í dag, ekkert. Ég er bara helvítis aumingi sem á allt annað skilið en að vera í einhverjum landsliðshóp. Ef ég gæti sent uppsagnarbréf úr hópnum myndi ég gera það því að það eiga næstum allir meira skilið að vera þarna í minn stað...
Núna er ég bara að hugsa um að hætta í frjálsum og fara að gera eitthvað annað, á námskeið hjá Gauja litla eða eitthvað. Vera með fólki af minni stærðargráðu.
Ég er bara í versta skapi í heimi og get ekki fundið eina ástæðu til að brosa. Ofsalega hlýtur að vera skemmtilegt að lesa þetta...
Eins og staðan er í dag langar mig ekkert sérstaklega að fagna tilveru minni í þessum heimi og því er alls óvíst hvort að ég held upp á afmælið mitt. Nema þið viljið mæta án þess að hitta mig - það verður pottþétt skemmtilegra.
Bið ykkur alla vega innilega afsökunar á þessari svartsýni minni, hún ætti ekki að endast nema í svona 2-3 ár til viðbótar miðað við langrækni mína.
Viggó finnur örugglega eitthvað skemmtilegt til að skrifa um þetta.
Ég er búin að finna eitt hatursatriði handa þér:
Ég hata stelpur sem háma í sig nammi, hreyfa sig ekkert en fitna ekki um gramm...
Ég hata líka að tapa fyrir einhverjum sem nálgast það að vera feitar en ég og víst að ég er byrjuð þá HATA ÉG AÐ TAPA, KANN ÞAÐ SVO EKKI OG VIL HELST ALDREI AFTUR ÞURFA AÐ UPPLIFA ÞAÐ.
Ætla að fara að gera ekki neitt og láta mér leiðast,
Vona að þið séuð kát í dag og finnið eitthvað til að gleðjast yfir, annað en það að vera við hestaheilsu og á lífi.
posted @ 16:17
+ + +
21.2.03
Stóri dagurinn rennur upp á morgun. Mín þarf að rífa sig á fætur fyrir allar aldir til að fá sér eitthvað í svanginn og undirbúa sig fyrir átök dagsins. Meistaramót Íslands 15-22 ára verður nefnilega haldið á morgun upp í Egilshöll.
Ég hvet alla stóra sem smáa til að fylkja liði, þeim mun fleiri að horfa, þeim mun meiri pressa og þeim mun betra. Ég stend mig nefnilega yfirleitt best undir álagi!
Ég er nú eiginlega bara farin að hlakka til, komin smá notalegur spenningur í magann. Á morgun er langstökk kl.10:00 og 60m í kringum hádegi, nánar tiltekið 11:30.
Á sunnudaginn byrja ég á hástökki sem ætti að vera hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Ég er nefnilega með mjög frjálslegan stíl í hástökki. Síðar um daginn keppi ég í þrístökki en það verður bara einhvers konar æfing fyrir mig þar sem ég hef ekkert stokkið á þessu ári. Vona að ég slefi yfir ELLEFU.
Held að ég fari bara með bænirnar mínar í kvöld - til öryggis ; )
posted @ 12:55
+ + +
Svona verður þetta næstu, daga, vikur og mánuði. Ætla sko ekki að breyta þessu í nánustu framtíð. Þarf þó að biðja þennan snilling um smá hjálp. Er að gera einhverja smá vitleysu sem ég finn ekki.
posted @ 12:46
+ + +
Heppin
Í gær gaf einhver ótrúlega góður strákur mér rós í Kringlunni ekki af neinni sérstakri ástæðu - kannski fyrir utan þá staðreynd að hann fékk borgað fyrir að gefa mér hana ; )
Ég fékk líka Diet Coke citron eða hvað sem það heitir en reikna ekkert sérstaklega með því að drekka það.
Ótrúlega skemmtilegt að fá rós þegar maður býst alls ekki við því ; ) Kann ég þessum elskulega unga manni þakkir fyrir yndislegheitin.
Guð, hvað ég á eftir að verða formleg þegar ég verð stór...
posted @ 09:11
+ + +
Hafdís duglega
Mér tókst hið ómögulega í gær. Ég var uppí skóla að læra til kl.9 í gærkvöldi - þó með eðlilegum netpásum ; )
Samt ótrúlegt hvað maður er lengi að lesa ensku, sér í lagi ef hún fjallar um meðalkostnað, fastan meðalkostnað eða jaðarkostnað. Þessi orð flakka út um allt og svona 10 til viðbótar bætast við! Ég er líka ótrúlega mikið að vanda mig að skilja þetta og tek því endalausan tíma í hverja blaðsíðu. Kaflatakmarkið sem ég setti mér í gær var þar af leiðandi alveg óraunhæft.
Í dag ætla ég að læra með Möggu vinkonu sem er í lögfræði og reikna ég með að skynsama hún hafi góð áhrif á sluxan mig ; )
posted @ 09:08
+ + +
20.2.03
Ótrúlega gleðilegar fréttir.
Ég er að fá bíl á rekstrarleigu í næstu viku, JEI, JEI, JEI.
Hann er ótrúlega flottur, getið skoðað hann hér
Það eina sem ég á eftir að ákveða er hvort hann verður grænn eða hvítur og hvort að ég fæ mér spoiler, skyggðar rúður og álfelgur. Er eiginlega næstum því búin að ákveða að fá mér aukahlutina en liturinn vefst aðeins fyrir mér. Hvað finnst ykkur?
Haldiði ekki að ég verði skvísa?
Getið líka kíkt til mín í vinnuna á morgun og skoðað gripinn ; )
Bendi líka á að það eru fullt af flottum bílum til hér og hér!
Ég er orðin svo spennt að ég get varla beðið...
posted @ 16:23
+ + +
Ég vil endilega koma því á framfæri hve frábæra systur ég á! Hún er hreint og beint yndisleg. Þvílík tillitsemi hefur bara aldrei sést áður.
Ég get tekið lítið dæmi!
Í nótt vaknaði ég við vekjaraklukkuna hennar kl.6, þegar hún var búin að hringja í svona 2 mínútur þoldi Sveinbjörn ekki lengur við og fór inn til hennar, kveikti ljósið og slökkti á klukkunni. Hún rumskaði að sjálfsögðu ekki við þetta. 10 mínútum seinna byrjaði hún aftur að hringja og þá var það ég sem fór inn til hennar og hristi hana þangað til að hún vaknaði og sagði henni að slökkva á klukkunni. Hún gerði það eftir að ég tilkynnti henni að klukkan væri 6!
Ég sofnaði eitthvað voðalega lítið eftir þetta og var því ekkert svakalega spræk kl. 7:20, náði þó að halla augunum aðeins til 8 og var því ekki alveg að DEYJA úr þreytu.
Systir mín ætlaði sko út að skokka í morgun kl.6, veit ekki hvert hún ætlaði að skokka því að hún á ekki að mæta í skólann fyrr en 8:10. Þess ber að geta að systir mín hunskaðist á fætur rétt fyrir 8 í morgun!
Núna kemst fátt annað upp í hugann en að kaupa vekjaraklukku handa henni sem hönnuð er fyrir heyrnarlausa. Hún virkar þannig að vekjarinn er tengdur við koddann sem vibrar þegar hún á að fara á fætur. Þá sef ég vært og rótt og allir eru ánægðir.
Ótrúlegt hvað við erum ólíkar í þessum efnum. Ég vakna við lægstu stillingu á útvarpinu um leið og það fer í gang en hún vaknar bara ALLS EKKI við vekjarann sinn í hæstu stillingu.
Vildi óska þess að pabbi hefði hljóðeinangrað herbergið hennar! Þá væri heimurinn góður staður.
posted @ 11:41
+ + +
Sverrir Guðmundsson, ÍR-ingur með meiru varð þrítugur í gær og í tilefni þess bauð hann okkur æfingafélögunum til kaffisamsætis. Það endaði þó með ósköpum því við félagarnir borðuðum hann út á gaddinn. Held að hann bjóði okkur ekki aftur í heimsókn í bráð...
Í þessari ferð minni komst ég að því að Marion Jones og Carolina Klüft eru jafn háar og jafn þungar. Báðar 176 og 63.5 kíló, mér finnst þó Marion virka miklu massaðri en Carolina - sú síðarnefnda er miklu kvenlegri. Þyngd er að vísu afstæð og því getur Caro verið með þyngri bein en ungfrú Jones.
posted @ 10:17
+ + +
Ég var alveg ótrúlega dugleg á æfingu í gær. Seinasta tækniæfing fyrir mót, notaði tækifærið og skellti mér í stört, langstökk og hástökk. Þrístökkæfingin verður að bíða betri tíma. Þetta gekk bara ágætlega, var þó heldur þung eftir heldur strembna lyftingaræfingu daginn áður. Þetta er nú samt allt að koma, líður miklu betur núna en á Meistaramótinu sem var fyrir 2 vikum!
Líst bara vel á þetta og hlakka til að keppa, sérstaklega í hástökki ; )
posted @ 10:02
+ + +
Þetta eru sannar spurningar úr þjónustuveri Landssímans
1# Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer???
2# Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!!!!!
3# Ég er að fara til USA á morgun, og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka.
4# Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá???
5# Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna???
6# Hvað á þetta að þýða að loka símanum. Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.
7# Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig? (ADSL)
8# Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!!!
Svo hlægjum við statt og stöðugt að því hvað Ameríkanar séu heimskir!
posted @ 09:19
+ + +
19.2.03
Skyr.is er ein sykurleðja, OJ, þá finnst mér nú eintómt hrært strax betra. Ætla bara að pína þetta í mig og borða svona bananann minn.
posted @ 12:41
+ + +
Umh..girnilegi hádegismaturinn sem ég er með í dag.
Hann samanstendur af skyri, banana og vatni - er hægt að hugsa sér eitthvað betra?
posted @ 12:32
+ + +
Ég og Ellen, æskuvinkona mín, vorum að ræða saman um daginn. Þar komumst við að þeirri niðurstöðu að við værum of gagnrýnar. Ég hef löngum vitað þetta og er alltaf að reyna að breyta þessu en það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja!
Ég mun þó leggja mig alla fram á næstu dögum við að bæta úr þessu.
Mér til málsbóta, eða ekki, þá er ég langt frá því að vera mest gagnrýnin. Bendi áhugasömum á að lesa þessa síðu til samanburðar. Mér finnst þessi síða MJÖG fyndin og á höfundur hennar hrós skilið fyrir það eitt að þora að koma skoðunum sínum á framfæri.
Fólk á jú rétt á því að segja það sem því finnst.
Þeir sem vilja tjá sig um málefni líðandi stundar er bent á athugasemdir sem staðsettar eru fyrir neðan hverja grein ; )
Góðar stundir!
posted @ 12:23
+ + +
Fór í frekar skrýtinn tíma í gær. Þannig er mál með vexti að ég er skráð í áfanga sem heitir tjáning og samskipti. Þetta fag er mjög lærdómsríkt í þeim skilningi að maður lærir að koma fram, beita röddina, stöðu og ýmislegt þess konar. Ég missti af einum tíma í síðustu viku, þegar ég var að vinna, og bæti mér það upp með því að fara tvisvar í þessari! Skellti mér sem sagt í annan tímann í gær með hóp af krökkum sem ég hef aldrei séð áður. Tíminn byrjaði á því að þeir sem áttu upplestur eftir luku honum af, ég og tveir aðrir! Minn gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir smá stress í minni. Strákarnir tveir sem á eftir mér komu fengu aðeins að dúsa þarna uppi og beita röddinni á mismunandi vegu!
Eftir upplesturinn kom að æfingum. Við stóðum í hring og sveifluðum höndunum og tókum öndunaræfingar - mjög praktíst þó það hljómi ekki þannig. Næst á eftir áttum við að taka öndunaræfingar saman tvö og tvö. Ég gómaði einhverja konu og þetta gekk svona ljómandi vel hjá okkur. Síðan áttum við að skipta nokkrum sinnum. Ég lenti með einu strák sem var einu sinni í MS svo að okkur gekk nokkuð vel og hjá konu. Þegar kom að hinni konunni áttum við að faðmast og finna hvernig maginn þendist út hjá hvort öðru - áttum sko að anda með maganum! Þetta gekk vel hjá okkur þangað til við áttum að skipta aftur, þá lenti ég á móti e-m strák sem faðmaði mig svona líka rosalega. Ég er alls ekki snertifælin manneskja og fannst þetta alls ekkert erfið æfing. Það eina sem ég sá athugavert við þetta var þetta svakalega faðmlag. Sérstaklega þegar hann tók sig til og lagaði gripið og hélt mér jafnvel enn fastar að sér. Ég var þá eiginlega bara fegin að vera ekki með stærri brjóst því að þau hefðu pottþétt kramist. Samt alltaf gaman að kynnast svona vinalegu fólki. Leist þrátt fyrir þetta miklu betur á þennan hóp heldur en hópinn minn og er mjög mikið að hugsa um að skipta um hóp ; ) Fólkið í þessum hóp var svo miklu hressara en dauðyflin í mínum hóp.
Í venjulega hópnum mínum er einn strákur sem er soldið þybbinn og alveg svakalega feiminn. Hann er auk þess með spékoppa svo að kinnarnar á honum hoppa og skoppa allan tímann. Þetta fer svona nett í taugarnar á mér þar sem ég get ómögulega tekið eftir neinu öðru - finnst að hann ætti alvarlega að íhuga kinnamegrun.
posted @ 10:08
+ + +
18.2.03
Leiðrétting
Verð að koma því á framfæri að ég hef persónulega ekkert á móti Birgittu Haukdal hún er fínasta grey. Ég var bara heldur tapsár og þegar ég er tapsár er það öllum að kenna, nema mér að sjálfsögðu. Mér finnst þó að hún megi aðeins slaka á í kækjunum!
Vildi bara að þið vissuð þetta,
posted @ 12:36
+ + +
17.2.03
Heimskulegi fótbolti
Gleymdi næstum að segja ykkur að við vorum rekin úr Egilshöll fyrir allar aldir í dag af því að úrslitaleikurinn á Reykjavíkurmeistaramótinu var að fara að hefjast - eftir klukkutíma. Þessir aumu fjandar mega síðan horfa á Meistaramótið okkar eins og ekkert sé - þetta finnst mér hrein og klár mismunun og er sko ekki hrifin af þessu. Ætla að taka þetta fram í kærubréfinu sem ég sendi borginni vegna Eurovision.
Ætla líka að mótmæla þessu með því að fara aldrei aftur á fótboltaleik á Íslandi - fyrir utan landsleiki kannski. Hafðu það Rakel!
Kveð að sinni,
posted @ 22:12
+ + +
Oh, mig langar svo að hafa svona augu á minni síðu. Þetta átti svo að vera aðalsmerkið mitt en auðvitað þurfti hann að stela þessu. Þar sem ég dýrkaði hann svo mikið þegar ég var lítil fyrirgef ég honum þetta. Sérstaklega ef hann getur kennt mér að gera þetta eða bent mér á einhvern sem kann það.
Annars er ég eiginlega næstum því alveg búin að ákveða að halda upp á afmælið mitt. Allir sem halda að þeim verði boðið taki 1.mars frá.
Silju og Bergrós er þó hér með formlega boðið ; ) Skal styrkja ykkur til ferðarinnar og láta ykkur vita að þið þurfið ekki að kaupa afmælisgjöf, jei, Hafdís góða.
Jæja, ætla að skila verkefninu mínu og skella mér svo í sturtu áður en ég fer að sofa...
posted @ 22:07
+ + +
Mér er að mestu leyti runnin reiðin. Finnst þó skítt að Birgitta hafi fengið hálfa milljón fyrir að syngja þetta, ég hefði tekið miklu minna. Ég hefði að vísu ekki unnið hefði ég sungið þetta lag þar sem ég er hvorki hjólbeinótt né nota brjóstahaldara með glærum hlýrum - það er annað hvort venjulegur eða enginn!
Fannst dáldið gott það sem einn viðmælandi fréttamanns RÚV sagði í gær. Hann sagði að Birgitta hefði unnið þó hún hefði sungið Atti katti Nóa - sem er náttúrulega alveg rétt.
Ég var annars bara ofsalega róleg í gær. Skellti mér þó á æfingu um miðjan daginn og tók nokkur stört. Þau gengu bara framar mínu björtustu vonum og það er greinilegt að það er einhver kraftur að koma í mína. Síðan HEYRÐI ég aðeins í Silju sem var mjög gaman. Hef ekki talað við hana svo lengi - miklu betra að tala í gegnum internetið heldur en að pikka, þó að ég sé gríðarlega snögg er ég pottþétt ekki fljótari en að tala. Enda með griðarlega þjálfun í tali...
Silja var bara spræk, skaðbrennd eftir ljós en annars bara hress.
Hvernig hafið þið það annars?
posted @ 10:10
+ + +
16.2.03
GOD, hvað ég hata þetta helvíti. Var búin að skrifa endalaust mikið en kannski ekki svo ýkja skemmtilegt þegar þessi helvítis síða ákvað að detta bara út. Var svo búin að úthúða söngvakeppninni í gær. Var svo ekki sátt í gær og var næstum því búin að setjast niður og skrifa kærubréf. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig fólki datt í hug að kjósa flytjanda en ekki lag og þess vegna vann þessi drusla. Mér fannst hún alveg ágæt þangað til að ég sá þáttinn með henni á PoppTíví. Ég hélt sem sagt með laginu Mig dreymdi lítinn draum, sem Hreimur söng. Að vísu er ég ekkert sérstaklega hrifinn af vælinu í honum en lagið var mjög flott. Ég er sammála Bergrós að Sá þig, sem Þórey Heiðdal söng hafi verið mjög flott, fannst hún vera með mjög töff rödd. Ég er sem sagt að hugsa um að halda bara alls ekki með Íslandi í Riga, á alveg eftir að verða í vandræðum með að velja mér lag til að halda með. Annars er það eiginlega bara gott þar sem lagið sem ég held með vinnur sjaldnast.
Að öðru...
Þvílík svik og prettir að horfa á Man.Utd á móti Arsenal í gær, dómarinn hefði alveg eins getað verið í Arsenal treyju. Alveg fúlt þegar dómarar hafa svona mikil áhrif á leiki. Nennti ekki einu sinni að horfa á allan leikinn af þessum sökum. Eins gott að Liverpool skíti á sig...
Ætla að skella mér í sturtu og fara svo að læra....
Auf wieder...
posted @ 16:58
+ + +
15.2.03
Forkeppni Eurovision er í kvöld, lukkulega. Mikil stemning hefur myndast í kringum keppnina og veit ég um marga sem ætla að skella sér í Eúróvísion-partý. Ég er ótrúlega hrædd um að söngvararnir verði valdir umfram lögin. Birgitta Haukdal er til að mynda gríðarlega vinsæl og fær væntanlega mörg atkvæði bara fyrir að syngja lagið, hvernig sem lagið er! Mér finnst lagið sem hún syngur ágætt en finnst að hún mætti læra nýja sviðsframkomu, ekki vænlegt til árangurs að standa hjólbeinóttur á sviðinu og sletta sömu höndinni út reglulega. Auk hennar mætti Hreimur endurskoða sinn stíl, mér finnst ekkert huggulegt að vera svona druslulegur. Finnst að hann mætti einstaka sinnum dressa sig upp, hann er nefnilega mjög myndarlegur strákur. Ég hef ekki heyrt öll lögin en af þeim sem mér finnst lagið sem Hreimur syngur eftir Friðrik Karlsson mjög flott. Það byrjar í svona Lion King stíl og er bara frekar grípandi. Botnleðja kemur með eitthvað nýtt inn í keppnina en mér finnst samt að þeir ættu ekki að fara...Heiða og Rúnar Júl flokkast í sama flokk hjá mér. Nokkrir frjálsíþróttastrákar tóku sig saman og sömdu lag, mér hlotnaðist sá heiður að heyra lagið sem var bara nokkuð flott. Það eina sem ég gat sett út á það var söngurinn sem mér fannst mega vera betri. Þeir fengu stelpu til að syngja sem er með mjög flotta en jafnframt sérstaka rödd en mér fannst röddin ekki passa við lagið, bakraddirnar voru hins vegar mjög flottar. Að mínu mati áttu þeir miklu meira erindi inn í þessa keppni heldur en áður taldir þrír einstaklingar, Heiða, Rúni Júl og Botnleðja. Hvet þá til að halda áfram á sömu braut, líka soldið flott að hafa frjálsíþróttahljómsveit...Strákar: ef ykkur vantar söngkonu er ég alltaf til...;) Ábyrgist ekki niðurstöðuna þó....
posted @ 17:30
+ + +
Afskaplega afslappaður og góður dagur hjá mér í gær. Fyrir utan það að vinna til 6 og það að sleppa æfingu sökum þess að ég var ekki búin að borða neitt í svona 5 tíma...Eftir ljúfengan gúllas a la mamma og mjög svo skemmtilegan vinaþátt skellti ég mér á fótboltaleik með Rach babe, Fram - Þróttur var fyrir valinu. Leikurinn var haldinn í Egilshöll og var bara hin ágætasta skemmtun. Ég komst þó að því mér til mikillar ánægju að frjálsíþróttavöllurinn, sem umlykur fótboltavöllinn, vakti meiri ánægju hjá mér. Iðaði í skinninu að komast á æfingu og er að hugsa um að skella mér núna á eftir. Eftir leikinn sótti ég Sveinbjörn í eitthvað partý og við héldum heim á leið. Ég var orðinn svakalega þreytt eftir daginn og var sko ekki lengi að sofna...ZZZZZ
Eitt sem ég hef lengi verið að pæla í, afhverju eru reykingar ekki bannaðar á skemmtistöðum? Meira en helmingurinn reykir ekki og hefur þess utan ekki áhuga á því að láta drepa sig fyrir tímann. Þegar ég fer niður í bæ að djamma, edrú, líður mér helmingi verr daginn eftir sökum þess að reykurinn og ölæðið annarra hefur miklu meiri áhrif á mann. Það er náttúrulega ekki eðlilegt að geta ekki geymt fötin sín inní herberginu sínu þar sem lyktin er svo yfirgnæfandi - fyrir utan hvað hún er ógeðsleg. Þess vegna er ég eiginlega alveg hætt að nenna að fara niður í bæ, finnst miklu meira skemmtilegt að hitta vini mína og spila. Ég vil hér með þakka öllum vinum mínum fyrir að reykja ekki, er svo ótrúlega heppin að eiga eiginlega enga vini sem reykja...Fullt af fólki sem vinnur með mér reykir, sem er gott og blessað. Þau þurfa að fara út til að reykja þar sem þetta er reyklaus vinnustaður, skil ekki hvernig fólk nennir þessu! Hlýtur að vera erfitt á álagstímum. Seinustu daga hefur verið stanslaus straumur af fólki, allir að kaupa sér nýja og flotta bíla - enda flottustu bílarnir í bænum ; ) Sölumennirnir hafa ekki komist mikið frá sem hlýtur að vera erfitt þar sem ég reikna með að það sé ekki auðvelt að stjórna fíkninni. Ég hef til að mynda ekki mikið komist frá símanum nema til að háma í mig mat seinustu daga því sölumennirnir mínir eru svo uppteknir.
Finnst að það ættu bara allir að hætta að reykja, þá væri heimurinn betri ; )
Vegna ótrúlegrar tilitsemi minnar ætla ég ekki að segja ykkur frá pokanum sem er hengdur utan á fólk sem fær krabbamein í ristilinn, það er ekki geðsleg lýsing.
Tala við ykkur seinna,
posted @ 17:17
+ + +
14.2.03
Silja: Ég get ekki sagt neitt annað en: Great minds think alike ; )
posted @ 17:55
+ + +
Loksins, loksins, loksins lítur síðan næstum því eins út og ég ætlaði mér. Ótrúlegur tími sem fer í þessa vitleysu. Núna get ég tapað mér í lita gleði eins og mér einni er lagið!!! JEI
Klukkan er annars alveg að verða sex og styttist óðum í að ég fari að komast heim...;)
Það kom ungur og myndarlegur maður til mín áðan með ótrúlega fallega rós í tilefni dagsins, ég hef reyndar ekki haldið upp á Valentínusardaginn hingað til en það gladdi mig ótrúlega, þetta var að sjálfsögðu mitt heittelskaði.
Sölumennirnir sem vinna með mér voru að vísu ekki lengi að hringja í mig og segja mér að þetta væri frá þeim, Sveinbjörn var ekki einu sinni komin inn úr dyrunum!!!
posted @ 17:55
+ + +
13.2.03
Þar sem mér dettur alltaf eitthvað fáránlegt í hug fór ég að pæla í því um daginn hvernig maður velur sér klósett. Þú kemur inn á salerni þar sem eru 3-8 básar, á hverju byggir maður valið sitt. Er það stysta vegalengdin - ert í spreng. Lengsta vegalengdin - minnstar líkur á að aðrir hafi nennt að labba þangað. Fjarlægð við vaska, lykt eða hvað þú ætlar að gera á klósettinu og svo mætti lengi telja. Fór nefnilega að taka eftir því um daginn að ég fór alltaf á sama klósettið í vinnunni, hafði samt 3 um að velja. Eftir það prófaði ég hin tvö en finnst alltaf það fyrsta best. Þar er klósettpappírin hægra megin við mig en á hinum vinstra megin - ekki að það ætti að skipta neinu máli.
Ég held nefnilega að það vanafestan eigi hlut í máli. Ef þú ert vanur að fara á eitthvað klósett er erfitt að breyta því. Þegar ég er að æfa niður í Laugardalshöll fer ég til að mynda alltaf á sama klósettið, þar eru svona 12 klósett. Væri svo til í að heyra einhverja skynsamlega lausn á þessu. Vona að einhver kanni þessa hegðun fólks. Ég hef til dæmis heyrt stráka tala mikið um það að þeir skilji alltaf eftir eina skál á milli sín og það varði nánast við lög að fara á skálina við hliðina eða á milli tveggja!
Einn daginn þegar ég var að pissa upp í Háskóla, þar sem eru bara 2 klósett hlið við hlið, kom stelpa askvaðandi inn og settist á hitt klósettið. Þegar í stað byrjar hún að kúka og það leynir sér ekki þar sem hún rembist og rembist og svo blúms lendir hann í vatninu. Á meðan les hún eitthvað blað og nýtur verknaðarins. Þetta fór örlítið fyrir brjóstið á mér og ég gat engan veginn fengið af mér að fara fram og eiga það á hættu að sjá þessu ungu snót - hefði nefnilega alltaf tengt þetta við hana. Þ.a.l ákvað ég að bíða bara þangað til hún væri farin og þá loksins hætti ég mér fram. Af þessum sökum beini ég þeim tilmælum til fólks að setja klósettpappír neðst í skálinu svo að hljóðið dempist og einbeita sér síðan að því að rembast í hljóði.
posted @ 14:48
+ + +
Var að reyna að drekka cappucino, finnst það bara EKKERT gott. Ætla að smakka fleiri tegundir á eftir - þá hef ég alla vega EITTHVAÐ að gera í dag.
posted @ 12:07
+ + +

Strawberry: 60/100 Pear: 0/100 Banana: 30/100 Tomato: 25/100 Lemon: 0/100
Take the What Fruit Are You? test by Ellen and Aaron!
posted @ 10:56
+ + +
Þessi tölva er náttúrulega bara óþolandi, var búin að skrifa fullt skemmtilegt en þurfti að skrifa einn tölvupóst og þá datt glugginn bara út. Bráðum hendi ég þessu drasli harkalega í gólfið svo að ég fái nýja tölvu, þetta er ekki mönnum bjóðandi og hvað þá konum! Ekki nóg með að hún sé sein heldur er ég fljótari en hún að hugsa. Ég er löngu búin með setningar þegar hún byrjar á þeim. Fyndið að vera fljótari að pikka en tölva!
Annars er það helst að frétta að ég er aftur að vinna til 6 í dag, blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast mín eru beðnir um að vitja mín upp á Grjótháls 1 - það myndi sko gleðja mína. Steingleymdi að taka eitthvað lesefni með mér, las nefnilega séð og heyrt, í fínu formi og vikuna í gær og á þá bara Gestgjafann eftir - sem ég var að geyma til betri tíma. Þarf víst að lesa hann vel ef ég ætla að reyna að halda upp á afmælið mitt!!! Þar er meðal annars grein um brauðgerð, eins gott að ég fylgist vel með.
Ég komst ekki á æfingu í gær þar sem ég var svo lengi í vinnunni og þurfti að vera mætt á fund kl.20, þ.a.l er ég enn með harðsperrur eftir framstigið á þriðjudaginn en það er bara gott mál. Er heldur svekkt yfir því að hafa misst af tækniæfingu í gær en verð bara að bíta í það súra.
posted @ 09:58
+ + +
12.2.03
Úff, púff. Ég er að vinna til klukkan 1800 í dag og fer svo beint á æfingu. Finnst þetta heldur strangt prógramm, er nú þegar orðin heldur þreytt...væri svo þakklát þeim sem gæfu sér tíma til að stytta stundirnar hérna. Það eru nú bara 4 tímar þangað til ég fer heim. 5 down, 4 to go...Bara ef ég væri með MSN þá væri lífið betra...
Ætla að reyna að finna leið til að downloada því á bak við tjöldin....
posted @ 13:55
+ + +
Mín innri kona hefur litið dagsins ljós með aðstoð Quizilla, þeir eiga þakkir skildar.

YOU BEAT OLD LADIES FOR PILLS!!!
what's YOUR deepest secret?
brought to you by Quizilla
posted @ 10:58
+ + +
11.2.03
Á leiðinni í vinnuna í morgun sáum við pabbi bíl lengts upp í brekku á Sæbrautinni, rétt þar sem ég á heima. Við skildum og skiljum ekki alveg hvernig hann fór að því að komast þangað. Mér datt einna helst í hug að hann hefði fokið en gallinn við það var að þetta var heljarinnar jeppi...Skrýtið að velta upp brekku...
posted @ 16:02
+ + +
Ofsalega lukkuleg með að tíminn minn í dag var sérlega stuttur - ekki leiðinlegt að vera búin fyrr, algjörlega óvænt.
Annars er ég dáldið þreytt bara, alltaf þegar ég ákveð að fara snemma að sofa get ég ekki sofnað fyrr en seint. Fór upp í rúm hálf ellefu í gær en var ekki sofnuð um 12 leytið. Þetta ljóta veður heldur líka alltaf fyrir mér vöku - er samt ánægð með veðrið í dag, sól er góð - þó hún skíni í augun á bílstjórum.
posted @ 16:01
+ + +
Eins og ég kom að í gær keppti ég um helgina, svaf, lét mér leiðast og tel mig að einhverju leyti hafa hætt þessum aumingjaskap með því að keppa...Í staðinn fyrir að baka tók ég mig til og hreingerði herbergið, þó með dyggri aðstoð. Ný könnun mun líta dagsins ljós innan skamms...
posted @ 09:15
+ + +
Niðurstöður könnunarinnar urðu eftirfarandi:
Hvað á ég að gera um helgina?
Fara á heljarinnar fyllerí (1) 2%
Skella mér í vísindaferð (3) 8%
Hunskast til að keppa (5) 13%
Hætta þessum aumingjaskap (19) 52%
Sofa (1) 2%
Láta mér leiðast (1) 2%
Læra (2) 5%
Baka og bjóða þeim sem kjósa (4) 11%
Number of votes: 36.
Þetta er að vísu örlítil afturför frá því seinast þar sem tæplega 750 kusu, en ég læt það ekkert á mig fá...
posted @ 09:12
+ + +
10.2.03
Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá Alzheimer-sjúklingnum. Hann var að nefna þrjá helstu kostina við sjúkdóminn í viðtali við blaðamann. Þeir eru:
1. Maður er alltaf að eignast nýja vini,
2. maður getur falið páskaeggin sín sjálfur og
3. maður er alltaf að eignast nýja vini ; )
Þar sem ég fíla aðallega aulabrandara fannst mér þessi MJÖG fyndinn og finnst það í rauninni enn.
posted @ 09:53
+ + +
Þetta var annars ofsalega góð helgi, fatalega séð. Endurnýjaði fataskápinn á föstudaginn og endurnýjaði svo íþróttafatalagerinn á laugardaginn. Áttaði mig nefnilega á því að ég hef ekki keypt mér tights síðan 1999 - ótrúleg nýting. Hef hins vegar keypt mér nýjar peysur og buxur einstaka sinnum, þarf samt á huggulegum íþróttabuxum að halda - kaupi þær þegar ég verð rík.
Annars held ég barasta að ég ætli að splæsa á mig rúmi næst. Þarf að safna soldið áður en það kemur allt. Held nefnilega að rúmið mitt eigi hlut að máli í meiðslum mínum.
posted @ 09:50
+ + +
Keppti - ef það skildi kalla - á Meistaramóti Íslands um helgina. Mér tókst þó ekki neitt sérstaklega vel upp þó en nældi mér nú samt í eitt stykki silfur. Lappirnar á mér voru svo leiðinlegar að neita mér um að keppa í öllum greinunum.
Mótið var haldið í nýju og glæsilegum fjölnota húsi þeirra Kópavogsbúa - Fífunni. Athygli mína vakti að 100m brautirnar sem liggja langsum öðru megin í húsinu eru of mjóar fyrir grindur svo að grindahlaup verður að hlaupa þversum! Framkvæmdin var í höndum Breiðabliks sem að mínu mati á alls ekki hrós skilið fyrir sinn þátt. Mikil seinkun var á greinum, dómarar voru ekki nógu góðir í sínu fagi, verðlaunaafhendingar drógust mjög á langinn, það voru ekki töflur sem sýndu árangur íþróttamannanna og svo mætti lengi telja. Ég gerði til dæmis einu sinni ógilt í langstökki án atrennu án þess að það væri dæmt. Áhorfendur tóku allir eftir þessu og ég vissi upp á mig sökina en þegar ég horfði á dómarana sögðu þeir ekki neitt. Úr þessu varð heljarinnar umræðuefni allra á svæðinu. Ég kom trúlega ekki illa út úr því þar sem ég vissi hið rétta og stökk hvort eð er ekki langt í þessu stökki. Ef ég hefði stokkið lengra og bætt mig hefði væntanlega orðið heljarinnar mál úr.
Kosturinn við Fífuna er sá að hún er það stór að margar greinar geta farið fram á sama tíma en áhorfendur geta að sama skapi ekki fylgst með gangi mála í öllum. Ég þurfti að lesa úrslitin til að vita hvernig fólki hefði gengið. Hefði mátt vera betri þulur sem uppfærði stöðuna í hverri grein reglulega.
Ræsirinn var einn af þeim lélegri sem ég hef séð, hann lét keppendur bíða niðri í svona hálfa mínútu áður en hann sagði tilbúin - ég er til dæmis ekki með góða putta í svona og hefði því áreiðanlega gert út af við þá. Þegar Sunna var að stökkva og setja íslandsmet og áhorfendur voru að hvetja hana og fagna sagði hann strákunum sem hlupu í undanúrslitum í 60m hlaupi að fara í blokkirnar. Þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt að einbeita sér á meðan 30 manns eru að klappa og öskra. Enda varð raunin sú að þeir þjófstörtuðu tvisvar og einn var dæmdur úr leik. Nýju reglurnar í sambandi við þjófstört segja nefnilega að sá sem þjófstartar í annað sinn sé dæmdur úr leik. Sá sem var dæmdur úr leik var eðlilega mjög svekktur yfir þessu öllu saman og fannst hann heldur svikinn og get ég verið nokk sammála honum.
Tel að blikarnir geti staðið sig langtum betur í að skipuleggja svona mót. Þeir fá að njóta vafans að þessu sinni þar sem þeir hafa aldrei haldið svona stórt mót í Fífunni, vonandi verður betur að þessu staðið næst!
posted @ 09:37
+ + +
6.2.03
Gleymdi að segja ykkur að ég hitti BUBBA sjálfan í gær. Honum fannst ég svakalega BOBA.
posted @ 18:08
+ + +
Ég hef aldrei á ævinni verið jafn léleg í keilu og í gær! Gjörsamlega skeit í buxurnar fyrir framan alla vinnufélagana. Sem betur fer voru einhverjir jafn lélegir og ég en á venjulegum degi hefði ég bara verið ein af þeim efstu. Ég verð greinilega að æfa mig eitthvað áður en næsta B&L mót verður. Get þó huggað mig við það að leiðin getur ekki legið niður á við. Mér til málsbóta get ég sagt að Keiluhöllin SÖKKAR. Brautin sem við vorum á var náttúrulega bara ónýt. Hún fór ekki upp í annað hvert skipti og í hitt hvert komu ekki allar keilurnar. Það var einhver strákur í fullri vinnu við að handraða keilunum í hólkana til að við gætum spilað. Einu sinni var hann meira að segja skotin niður - svolítið óþolinmæði í liðinu!
Þetta var annar bara hin besta skemmtun og líst mér bara ljómandi vel á vinnufélagana!
posted @ 18:02
+ + +

You are a goddess!
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
posted @ 09:56
+ + +

Horse
What Is Your Animal Personality?
brought to you by Quizilla
posted @ 09:37
+ + +

-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.
What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla
posted @ 09:19
+ + +
5.2.03
Ætlaði að sjálfsögðu að segja að systir mín gæti útbúið betri tímaseðil - vona að þið hafið skilið mig!
Annars er það helst að frétta að ég ætla að skella mér í keilu í kvöld með vinnunni. Reikna ekki með að rúlla þeim upp sökum æfingaleysis og áhugaleysis. Keila er nefnilega álíka mikil íþrótt í mínum augum og skák og hestaíþróttir. Það að fólk nenni að æfa keilu er mér algjörlega óskiljanlegt. Það var ein stelpa með mér í bekk í menntó sem æfði keilu og var afskaplega stolt af því og það sem meira var hún var í landsliðinu í keilu -what! Hugsa að ég dragi fram keiluskóna þegar ég legg gaddaskóna alfarið á hillunna. Maður verður nú að halda sér í formi...
posted @ 11:42
+ + +
4.2.03
Ég er allt annað en sátt við tímaseðilinn á MÍ. Held að systir mín hefði getað staðið sig betur. Sjálf þurfti ég að púsla nokkrum svoleiðis saman í fyrrasumar og veit því hvað þetta er erfitt en JI! Ég er skráð til leiks í fjórum greinum, ein þeirra er á laugardaginn en hinar 3 á sunnudaginn með klukkutíma á milli. Klukkan 10,11 og 12:10 - þess ber að geta að þrístökk er kl.11 og finnst mér frekar hæpið að 10 stelpur geti stokkið öll sín á 70 mín áður en þrístökk án atrennu byrjar. Það er líka mjög hæpið að langstökk án atrennu sem hefst kl.10 verði búið áður en stúlkurnar þurfa að gera sig klárar fyrir þrístökkið. Það þarf nefnilega langan tíma í upphitun fyrir þrístökk. Ég er að vísu hálf tognuð aftan í hamnum og í náranum svo að ég veit ekki hvort ég get keppt en ég reyni það vafalítið. Í fyrra vann ég langstökk án atrennu þó ég gæti varla gengið og því finnst mér líklegt að ég skelli mér í baráttuna þó að einhverjir líkamshlutar mótmæli! Um að gera að keppa þó ég sé ekki í sem bestu formi og hafi lítið getað gert undanfarnar vikur og mánuði. Þetta kemur allt með kalda vatninu! Hvet alla til að mæta í Fífuna og fylgjast með æsispennandi keppni.
posted @ 11:58
+ + +
ALLIR AÐ KJÓSA!!!
posted @ 11:07
+ + +
Ný könnun er komin af stað - hún verður í styttri kantinum í þessari viku sökum lélegs ímyndunarafls undirritaðrar.
Ég vil þakka öllum þeim sem kusu í þeirri seinustu og sér í lagi þeim sem höfðu þolinmæði í að kjósa nokkur hundruð sinnum.
Úrslit fóru á þann veg að rúmlega 400 sögðu að ég ætti að einbeita mér að fegurðarsamkeppnum, næstum helmingi færri vildu að rassinn á mér yrði ræktaður en aðrar greinar hlutu minna eða ekkert vægi. Þar bar þó hæst langstökk, þrístökk og 400m en það hefur einmitt vafist fyrir mér í gegnum árin.
Það kusu sem sagt 747 sem er nýtt og glæsilegt met. Held að fyrra metið hafi verið 24!
posted @ 11:03
+ + +
3.2.03
Frekar neyðarlegt að heita þessu nafni á Íslandi...
posted @ 12:37
+ + +
Sigurjón vinur minn er bara að verða frægur. Ætli hann komist ekki bara í þetta blogglandslið sitt fyrr en síðar...
posted @ 11:12
+ + +
Ég var rosalega dugleg að gera allt annað en læra um helgina. Á föstudagskvöldið fór ég á Kennarafagnað með elskunni minni. Þar var fínn matur og alveg nokkuð skemmtilegt þangað til að allir fóru á fyllerí nema ég, Þórey og ein önnur stelpa ( af svona 55). Sökum þessa var ég komin heim um eitt leytið og sofnuð um tvö leytið. Var hins vegar vakin með látum 2 tímum seinna og við það glaðvaknaði mín og gat ekki sofnað aftur - frekar óskemmtilegt. Dundaði mér síðan við að horfa á handbolta og var löt. Skellt mér þó í heimsókn um kvöldið og fékk dýrindis kræsingar. Sunnudagurinn fór í sukk - skírnarveisla og saumaklúbbur sama daginn lofar ekki góðu fyrir vöxtinn, verð dugleg að borða hollt í dag ; )
Varð nokkuð sátt við 7unda sætið á HM þó að mér finnist að Dagur eigi að koma sér í form hið fyrsta. Held að hann eigi að flytja frá Japan - gengur greinilega ekki alveg.
posted @ 11:10
+ + +