24.12.02
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár, þakka frábærar stundir á árinu sem er að líða. Vona að þær verði fleiri og jafnvel betri. Njótið þess að vera til og gerið allt sem ykkur langar til!
posted @ 00:14
+ + +
16.12.02
Ný og e.t.v bragðbetri könnun kominn á svæðið. Var að hugsa um að láta ykkur stinga upp á jólagjöfum í ár en í stað þess vona ég að þið takið til við að skrifa eitthvað í athugasemdirnar - til þess eru þær. Sá eini sem gerir það er Bjössi og á hann hrós skilið fyrir það, launa honum það við tækifæri. Þið hin eruð BARA léleg - nennið ekki einu sinni að skrifa í gestabókina. Það þarf mjög lítið til að gleðja mitt litla hjarta og því getið þið séð sóma ykkar í því að henda á mig kveðju eða athugasemd stöku sinnum. Þið getið ekki verið það sammála öllu sem ég segi að þið hafið ekkert að segja.
Sökum prófatíðar hef ég ekki getað mætt mikið á æfingar og um daginn hvíslaði lítill fugl því að mér að mikil þögn ríkti á skokkinu - enginn ég sem malar endalaust. Held að vísu að það hafi verið vel meint þar sem skokkarar virtust sakna umræðuefnanna minna - ég vil alla vega taka því þannig.
Segi þetta gott í bili.
posted @ 22:13
+ + +
Könnunin sem dróst heldur á langinn sökum leti fór á þennan veg:
Súkkulaðirúsínur kusu 7
M&M 2
Lakkrískonfekt 9
Súkkulaðistykki 1
Hreint súkkulaði 2
Bland í poka 1
3 borðuðu ekki nammi
1 borðar bara ís og ég get mér til hver það er....
Mjög fyndið við þessa könnun hvað mig grunar hvað vinir mínir kusu - þekki marga hverja nógu vel til þess.
Fyrir sjálfa mig verð ég að segja að ég átti mjög erfitt með að velja á milli rúsínanna og lakkrísins, finnst bæði MJÖG gott. Vitur maður sagði mér einu sinni að lakkrís væri í líkamanum í 5 ár áður en hann eyddist upp. Ég reiknaði þar með út að Silja lakkrísgrís væri lakkrís að stórum hluta. Kannski það sé leyniformúlan? Henni tókst alla vega að klára 2 kíló af lakkrís á MJÖG STUTTUM TÍMA um daginn - mér fannst klippan af því mjög fyndin. Endilega kíkið á www.itn.is/skvisa og skoðið magann á Silju eftir herlegheitin - verð að vísu að valda ykkur þeim vonbrigðum að hann er alltaf jafn sléttur og fínn.
Bergrós kemur heim á fimmtudaginn - reikna með að það verði þjóðhátíð þá - hlakka ekkert smá til að endurheimta hana á æfingu.
Veriði góð hvort við annað,
posted @ 22:04
+ + +
Snökt og snít. Í þessum skrifuðu orðum hef ég lokið 3 af 5 prófum og er nokkuð stolt af því. Búin að klára Stjórnun, Stærðfræði auk Rekstarhagfræðinnar eins og ég hef áður komið að. Þessar greinar eru einfaldlega skrifaðar með stórum staf þar sem ég ber endalausa virðingu fyrir þeim. Á miðvikudaginn fer ég síðan í Þjóðhagfræðipróf, þar, eins og í rekstarhagfræðinni, þarf ég að ná 6.5 til að standast prófið. Annars er það helst að frétta að ég náði mér í pest um helgina, var heldur slöpp í stærðfræðiprófinu og get ekki sagt að ég hafi skánað mikið síðan. Var meira að segja svo slæm í gær að ég píndi ofan í mig staup af koníaki - hélt að vísu fyrir nefið á meðan og í nokkra stund eftir á - þó eru bragðlaukarnir mínir slappir núna nota bene. Lærdómurinn fyrir próf gengur í samræmi við heilsuna. Ég hef ekki komist á æfingu síðan á fimmtudaginn seinasta og finnst mér það miður. Var nefnilega alveg að standa mig þar ;) Í augnablikinu er þó aðalátakið Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN og get ég sagt ykkur að mér miðar eitthvað áfram - þó álíka hratt og með lærdóminn. Ég, ólíkt mörgum öðrum, hef mjög litla matarlyst í prófum og nammi fer ekki inn fyrir mínar varir - hreinlega langar ekki í það. Af þeim sökum eru próf af hinu góða - ég hugsa þó að ég vilji frekar vera hnellin og lítið í prófum. Fyrir mitt leyti eru próf verkfæri djöfulsins - held að þau geri meira vont en gott. Skólarnir ættu að hugsa um það - ábati þeirra er minni en það sem við töpum á þeim, kíló ekki talin með. Ég styð símat áfram í baráttunni, ég vil taka fleiri minni próf yfir árið. Er svo súr í hausnum núna að ég veit ekkert hvað ég er að segja. Held að ég þjáist af súrefniskorti - sökum stíflaðra nasa. GVUÐ, hvað ég á bágt. Ólíkt því sem ég er vön ætla ég að taka öll prófin mín á réttum tíma - engin sumarpróf fyrir mig TAKK.
Við ykkur sem eru búin í prófum vil ég segja: Til hamingju, vonandi vitið þið hvað þið eruð heppin. Megið bjóðast til að elda ofan í mig - hafið ekkert betra að gera.
Við þjáningabræður mína og -systur: Þið eruð sannir vinir, ef ég væri ekki búin svona seint í prófum myndi ég gefa ykkur öllum gjöf.
Vona að þið hafið það öll gott og fáið ekki margar kartöflur í skóinn.
posted @ 21:56
+ + +
7.12.02
Annars verð ég önnum kafinn við lestur stjórnunnarfræða næstu dagana og þá tekur stærðfræðin við svo að ég mun ekki verja miklum tíma á neti þessu. Reyni þó að lauma einhverju hérna inn þegar ég kíki á póstinn minn. Annars verð ég ekki mikið viðræðuhæf fyrr en 21.desember kl.17:30 en þá er akkúrat seinasta prófinu mínu að ljúka. Eftir það verður hægt að finna mig á Broadway í syngjandi sveiflu með Í svörtum fötum - get varla beðið.
posted @ 18:54
+ + +
Ég tók einhvers konar dauðapróf á sigurjon.com. Ég dey sem sagt 18.september 2067, fyrir ykkur sem viljið vita það, 86 ára að aldri. Amma mín er einmitt 86 ára og spáserar, eins og hún myndi segja, Laugaveginn á hverjum degi og er barasta hin hressasta.
Getið fundið lokadaginn út hér.
posted @ 18:50
+ + +
Úff, púff. Var að koma úr fyrsta prófinu mínu sem var rekstrarhagfræði I. Mín var búin að sitja sveitt yfir bókunum síðan á þriðjudaginn en þar á undan þurfti ég að glíma við stórt verkefni í reikningshaldi sem átti hug minn og hjarta seinustu skólavikurnar. Í stuttu máli get ég sagt að þetta var mjög strembið próf og get ég ekki fullyrt neitt um hvort ég næ fullnaðareinkunn í þessu prófi sem er 6.5. Það er alla vega nokkuð ljóst að ég fæ ekki mikið meira en það ef ég fæ það þó. Ég ákvað þó fyrir prófið að ef mínir menn í Manchester ynnu Arsenal myndi ég standast prófið og því hlýt ég að standast það með stæl þar sem leikurinn endaði 2-0. Get alla vega glaðst yfir því þó það sé ekki meira.
Annars hefur ekki margt drifið á mína daga. Ég hunskaðist loksins til sjúkraþjálfara í vikunni en daginn áður gerðust einmitt þau undur og stórmerki að ég fann ekki neitt til í hnéinu. Þar af leiðandi fann sjúkraþjálfarinn ekki mikið að mér, fyrir utan það að ég er snúinn, með mislanga fætur, of mikinn plattfót, sterkari hægra megin en vinstra megin og það að seinustu hryggjarliðirnir nuddist saman. Það eina sem hann sá athugavert við hnéið á mér er það að krossböndin eru heldur laus og því á ég ekki að gera mikið af því að hlaupa niður brekkur - má þó hlaupa upp þær sem er MIKIÐ gleðiefni eða hitt þó heldur. Auk þess sagði hann mér að hoppa ekki mikið í tröppum, hef að vísu hundsað það of mikið. Út frá þessu ályktaði ég að það að panta tíma hjá sjúkraþjálfara væri allra meina bót. Ég er öll önnur á æfingum, gengur vel að lyfta, hoppa eins og hershöfðingi og hef miklu meira úthald - ekkert nema gott. Vona bara að með því að panta mér reglulega tíma hjá sjúkraþjálfara, þó svo að hann geri ekki mikið, verði elskuleg hnéin mín góð um ókomna framtíð. Get sleppt því að hringja í Benny Hinn og á Omega - er líka að spara.
posted @ 18:48
+ + +